Beittu kraftinum í orði Guðs í boðunarstarfinu
Þegar fólk gefur okkur tækifæri til að segja frá fagnaðarerindinu nýtum við tækifærið vel ef við beitum kraftinum í orði Guðs og lesum beint upp úr Biblíunni. Áhersla var lögð á þetta á sérstaka mótsdeginum á síðasta ári. Farandhirðirinn flutti ræðu sem bar heitið „Láttu kraftinn í orði Guðs njóta sín í boðunarstarfinu“. Manstu eftir aðalatriðunum í ræðunni?
Hvers vegna eru orð Jehóva kraftmeiri en orð okkar? – 2. Tím. 3:16, 17.
Hvernig getur Biblían hreyft við tilfinningum, mótað hugsun og hvatir og knúið til verka? – Sjá Varðturninn 15. júní 2012, bls. 27 gr. 7.
Hvernig getum við beint athyglinni að orði Guðs þegar við lesum biblíuvers fyrir fólk í boðunarstarfinu, þannig að fólk læri að bera virðingu fyrir Biblíunni sem orði Guðs? – Sjá Boðunarskólabókina bls. 148 gr. 3-4 og Ríkisþjónustu okkar í mars 2013, bls. 14 gr. 8.
Hvers vegna er mikilvægt að útskýra og rökstyðja biblíuvers sem við lesum og hvernig förum við að? – Post. 17:2, 3; sjá Boðunarskólabókina bls. 154, gr. 4 til bls. 156 gr. 5.