Tillögur að kynningum
Varðturninn maí-júní
„Við erum að gefa öllum í hverfinu þetta smárit. [Réttu húsráðanda smáritið Hvernig lítur þú á Biblíuna? og berðu upp spurninguna á forsíðunni. Sýndu svo svar Biblíunnar í 2. Tímóteusarbréfi 3:16 og hvettu húsráðandann til að lesa smáritið við tækifæri.] Mörgum kemur á óvart að hægt sé að finna fullnægjandi svör við spurningum sem þessum í Biblíunni. [Sýndu upphafsspurningarnar í fyrstu greininni í Varðturninum.] Í þessu blaði er útskýrt hvernig þú getur fundið svörin í þinni eigin biblíu.“
Vaknið! maí-júní
„Við erum stuttlega að heimsækja fólk í dag vegna þess að margir hafa áhyggjur af breytingum á fjölskyldulífinu. Áður fyrr voru það foreldrarnir sem réðu í fjölskyldunni en nú er eins og börnin í sumum fjölskyldum hafi tekið það hlutverk að sér. Finnst þér foreldrar vera nógu duglegir að veita börnum sínum aga nú á dögum? [Gefðu kost á svari.] Samkvæmt Biblíunni er agi mjög mikilvægur. [Lestu Orðskviðina 29:17.] Í þessu blaði er fjallað um sanngjarnar leiðbeiningar Biblíunnar um barnauppeldi.“