Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.15 bls. 2
  • Hvernig náum við til hjarta þeirra sem við kennum?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig náum við til hjarta þeirra sem við kennum?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Svipað efni
  • Náðu til hjartans
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Þjálfaðu þig sem kennari
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Áhugi á viðmælandanum
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
  • Hjálpum öðrum að verða „af hjarta hlýðnir“
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2015
km 10.15 bls. 2

Hvernig náum við til hjarta þeirra sem við kennum?

1. Hvaða áhrif höfðu orð Jesú á áheyrendur hans?

1 Jesús Kristur náði til hjarta áheyrenda sinna. Að minnsta kosti við eitt tækifæri „brann“ hjartað í lærisveinum hans eftir að hann hafði útskýrt ritningarnar af nákvæmni fyrir þeim. (Lúk. 24:32) Hlýðni við Guð þarf að koma frá hjartanu. Hvernig getum við þá hreyft við tilfinningum þeirra sem við kennum svo að þeir geri breytingar á lífi sínu? – Rómv. 6:17.

2. Hvaða hlutverki gegnir háttvísi og góð dómgreind þegar við að reynum að ná til hjarta fólks?

2 Sýnum háttvísi og góða dómgreind: Margir eru þannig að það nægir ekki bara að segja þeim hvað sé rétt eða rangt, til að knýja þá til verka. Það gæti jafnvel fælt þá frá að demba yfir þá biblíuversum sem brjóta niður trúarskoðanir þeirra. Til að geta haft áhrif á einstakling, verðum við fyrst að finna út hvers vegna hann trúir og breytir eins og hann gerir. Háttvísar, vel valdar viðhorfsspurningar örva hann til að tjá hugsanir sínar. (Orðskv. 20:5) Þá fyrst getum við valið efni úr Biblíunni sem gæti snert hjarta hans. Þess vegna þurfum við að sýna persónulegan áhuga og þolinmæði. (Orðskv. 25:15) Munum að fólk byggir mishratt upp samband við Jehóva. Gerum ráð fyrir að það taki tíma að hugsun þeirra og breytni mótist af heilögum anda Jehóva. – Mark. 4:26-29.

3. Hvernig getum við hjálpað þeim sem við kennum að þroska með sér góða eiginleika?

3 Hjálpaðu þeim að þroska með sér góða eiginleika: Biblíuvers sem lýsa gæsku Jehóva og kærleika geta hjálpað þeim sem við kennum að þroska með sér góða eiginleika. Við getum notað biblíuvers eins og Sálm 139:1-4 eða Lúkas 12:6, 7 til að sýna hvað Guð hefur mikinn áhuga á hverju og einu okkar. Þegar einstaklingar finna fyrir innilegu þakklæti fyrir óverðskuldaðan kærleika Jehóva, vex kærleikur þeirra og guðrækni. (Rómv. 5:6-8; 1. Jóh. 4:19) Þegar þeir átta sig á að hegðun þeirra snertir Jehóva persónulega, getur það líka orðið þeim hvöt til að gera það sem gleður og heiðrar hann. – Sálm. 78:40, 41; Orðskv. 23:15.

4. Hvernig getum við virt valfrelsi einstaklinga þegar við boðum fólki fagnaðarerindið?

4 Jehóva þvingar engan til að hlýða boðum sínum. Hann höfðar hins vegar til hvers og eins með því að sýna hvað það er viturlegt að fylgja ráðum hans. (Jes. 48:17, 18) Við líkjum eftir Jehóva þegar við kennum fólki þannig að það komist sjálft að eigin niðurstöðu. Þegar einstaklingur kemst sjálfur að þeirri niðurstöðu að hann þurfi að gera nauðsynlegar breytingar á lífi sínu, verður árangurinn varanlegur. (Rómv. 12:2) Það færir hann líka nær Jehóva sem „prófar hjörtun“. – Orðskv. 17:3.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila