FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | JÓHANNES 20-21
Elskarðu mig meira en þessa?
Á biblíutímanum voru afkastamiklir fiskimenn þolinmóðir, harðduglegir og fúsir að þola erfiði til að fá góðan afla. (w12 1.10. 18-20) Pétur þurfti á slíkum eiginleikum að halda til að veiða menn. En Pétur þurfti að ákveða hvort hann léti hafa forgang í lífi sínu – veraldlegt starf sem hann hefði ánægju af eða það verkefni að gæta fylgjenda Jesú.
Hvaða breytingar hefurðu gert til að láta ríki Guðs hafa forgang í lífi þínu?