LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
,Reiðubúinn að færa Jehóva gjöf‘
Hvernig getum við gefið Jehóva gjöf? (1Kro 29:5, 9, 14) Hér að neðan er bent á mismunandi leiðir sem við höfum til að gefa frjáls framlög til stuðnings starfi Votta Jehóva bæði á okkar svæði og á heimsvísu.
FRAMLÖG GEFIN MEÐ RAFRÆNUM HÆTTI EÐA SETT Í FRAMLAGABAUKA FYRIR:
ALÞJÓÐASTARFIÐ
Bygging og rekstur deildarskrifstofa og þýðingastofa.
Skólar á vegum safnaðarins.
Styrkur til þeirra sem eru í sérstakri þjónustu í fullu starfi.
Neyðaraðstoð.
Útgáfa rita og myndskeiða og rafræn útgáfa.
ÚTGJÖLD SAFNAÐARINS Á STAÐNUM
Safnaðarútgjöld vegna rafmagns og hita og almenns viðhalds á ríkissalnum.
Samþykktir safnaðarins að senda framlög til deildarskrifstofunnar fyrir:
Byggingu ríkissala og mótshalla um heim allan.
Aðstoð við söfnuðinn á heimsvísu.
Önnur verkefni á heimsvísu.
MÓT
Framlög á umdæmis- og alþjóðamótum fara til alþjóðastarfsins. Í staðinn er kostnaður af þeim og sérstökum mótum greiddur úr sjóði alþjóðastarfsins.
Víða í heiminum eru framlög á svæðismótum notuð til að greiða leigu, rekstur og viðhald mótstaða og annan kostnað sem tengist farandsvæðinu. Stundum er samþykkt að afgangs framlög á svæðismótum fari til alþjóðastarfs Votta Jehóva. Í sumum löndum eru gerðar aðrar rástafanir til að mæta útgjöldum sem tengjast mótunum.