LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hvað getum við lært af tónlistarmyndböndunum?
Hver eru uppáhalds tónlistarmyndböndin þín? Hvers vegna? Finnst þér myndböndin endurspegla daglegt líf? Þau fjalla um mismunandi málefni og eru í mismunandi tónlistarstíl þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi. En tónlistarmyndböndin eru ekki bara til skemmtunar.
Við getum lært ýmislegt gagnlegt af hverju einasta tónlistarmyndbandi sem við getum heimfært á líf okkar og boðunina. Sumir söngvar beina athyglinni að gestrisni, einingu, vináttu, hugrekki, kærleika eða trú. Aðrir fjalla um að snúa aftur til Jehóva, fyrirgefa, halda trúfastur áfram og setja sér markmið í þjónustunni við Jehóva. Eitt tónlistarmyndbandið fjallar jafnvel um að nota snjallsíma í hófi. Hvaða gagn hefur þú haft af tónlistarmyndböndunum?
HORFÐU Á TÓNLISTARMYNDBANDIÐ PARADÍS Á NÆSTA LEITI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM: