LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Reyndu að sjá heildarmyndina
Reyndu að sjá heildarmyndina þegar þú lest frásögur Biblíunnar. Kynntu þér samhengið, fólkið sem kemur við sögu og hvað gæti hafa haft áhrif á það sem það gerði. Notaðu ímyndunaraflið til að sjá fyrir þér umhverfið, heyra hljóðin, finna ilminn og átta þig á hvernig sögupersónunum líður.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ AUÐGAÐU BIBLÍULESTUR ÞINN – ÚTDRÁTTUR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvað gæti hafa stuðlað að spennunni milli Jósefs og bræðra hans?
Hvað gæti skýrt hvatvísleg viðbrögð bræðra Jósefs?
Hvað gætum við ályktað af því sem Biblían segir um Jakob föður Jósefs?
Hvaða frábæra fordæmi gaf Jakob sonum sínum í að leysa ágreining?
Hvað fannst þér lærdómsríkt í þessu myndskeiði?