FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. MÓSEBÓK 17–18
Hógværir menn þjálfa aðra og fela þeim ábyrgð
Reyndir bræður sýna hógværð, kærleika og framsýni þegar þeir þjálfa þá sem eru yngri og fela þeim síðan ábyrgð. Hvernig fara þeir að?
Þeir velja þá sem hafa möguleika á að taka á sig meiri ábyrgð í þjónustu Jehóva.
Þeir gefa skýrar leiðbeiningar um hvers er krafist til að klára verkefni.
Þeir sjá fyrir því sem þarf, verkfærum eða nauðsynlegri aðstoð til að að ljúka verkefninu.
Þeir fylgjast með hvernig gengur hjá þeim sem verið er að þjálfa og láta í ljós að þeir treysti þeim til að klára verkefnið.
SPYRÐU ÞIG: Hvaða ábyrgð get ég treyst öðrum fyrir?