FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. MÓSEBÓK 29–30
Framlag til Jehóva
Þegar tjaldbúðin var reist fengu einstaklingar sérstakt tækifæri til að styðja tilbeiðsluna á Jehóva með því að styðja framkvæmdirnar fjárhagslega hvort sem þeir voru ríkir eða fátækir. Hvernig getum við gefið Jehóva framlag? Ein leið er að styðja fjárhagslega framkvæmdir við ríkissali, mótshallir, þýðingastofur og Betelheimili sem og aðrar byggingar í þágu tilbeiðslunnar á Jehóva.
Hvað lærum við af eftirfarandi biblíuversum um að gefa fjárframlag til að styðja sanna tilbeiðslu?