LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Notaðu Von um bjarta framtíð í boðuninni
Það er spennandi að hafa fengið nýjan bækling og nýja bók til að nota á biblíunámskeiðum. Við biðjum þess að Jehóva blessi starf okkar og hjálpi okkur að gera enn fleiri að lærisveinum. (Mt 28:18–20; 1Kor 3:6–9) Hvernig notum við þessi nýju verkfæri?
Þar sem ný kennsluaðferð er notuð í nýja biblíunámsritinu Von um bjarta framtíð skaltu fylgja þessum leiðbeiningum þegar þú undirbýrð og heldur biblíunámskeið.a
Lesið námsefnið og ræðið spurningarnar.
Lesið ritningarstaði merkta „lesið“ og hjálpaðu nemandanum að skilja þá.
Horfið á myndböndin og ræðið um þau með hliðsjón af spurningunum.
Reynið að klára heilan kafla í hverri námsstund.
Þegar þú ert í boðununni skaltu fyrst bjóða bæklinginn til að sjá hvort viðmælandi þinn hafi áhuga. (Sjá rammagreinina „Bjóðum bæklinginn Von um bjarta framtíð í fyrstu heimsókn“ á bls. 16.) Ef nemandinn vill halda náminu áfram eftir að þið klárið að fara saman yfir bæklinginn skaltu bjóða honum bókina og byrja á kafla 04. Ef þú ert nú þegar að kenna einhverjum með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? eða „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“ skaltu skipta yfir í Von um bjarta framtíð og ákveða hvar í bókinni er best að byrja.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ VELKOMINN Á BIBLÍUNÁMSKEIÐIÐ OG SVARAÐU EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvað er kennt í nýju bókinni?
Hvers vegna ættirðu að sýna nýjum nemendum þetta myndskeið?
Hvaða markmið ættirðu smám saman að hvetja nemandann til að setja sér og stefna að? – Sjá töfluna „Umfjöllunarefni og markmið hvers hluta“.
a ATHUGIÐ: Þótt það sé valfrjálst að fara yfir liðinn „Kannaðu“ í náminu skaltu gefa þér tíma til að kynna þér efni hans þegar þú undirbýrð þig. Þá veistu hvað gæti höfðað sérstaklega til nemandans og hjálpað honum. Í rafrænu útgáfunni eru krækjur á myndskeið og aukaefni.
UMFJÖLLUNAREFNI OG MARKMIÐ HVERS HLUTA |
|||
---|---|---|---|
KAFLAR |
UMFJÖLLUNAREFNI |
MARKMIÐ NEMANDA |
|
01-12 |
Hvernig getur Biblían hjálpað okkur og hvernig getum við kynnst höfundi hennar? |
Hvettu nemandann til að lesa Biblíuna, undirbúa sig fyrir námið og byrja að sækja samkomur. |
|
13-33 |
Hvað hefur Guð gert fyrir okkur og hvernig vill hann vera tilbeðinn? |
Hvettu nemandann til að segja öðrum frá sannleikanum og gerast boðberi. |
|
34-47 |
Hvers væntir Guð af tilbiðjendum sínum? |
Hvettu nemandann til að vígja líf sitt Jehóva og láta skírast. |
|
48-60 |
Hvernig getum við haldið okkur í skjóli kærleika Guðs? |
Kenndu nemandanum að greina rétt frá röngu og taka framförum í trúnni. |