LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA | AUKUM GLEÐINA AF BOÐUNINNI
Hjálpum biblíunemendum að forðast vondan félagsskap
Til að öðlast vináttu Jehóva verða biblíunemendur að velja sér góðan félagsskap. (Sl 15:1, 4) Góður félagsskapur hefur góð áhrif og hjálpar þeim að gera það sem er rétt. – Okv 13:20; lff kafli 48; lv kafli 3.
Sýndu biblíunemendum þínum skilning þegar þú hjálpar þeim að forðast slæman félagsskap. Þeim gæti þótt erfitt að segja skilið við vini sína í heiminum. Sýndu þeim þess vegna einlægan áhuga utan námsstundanna. Það gæti falið í sér SMS, símtal eða stutta heimsókn. Þegar nemendurnir fara að taka framförum gætirðu boðið þeim með þér þegar þú hittir aðra í söfnuðinum. Þá verður þeim ljóst að þeir öðlast mun meira en þeir missa. (Mr 10:29, 30) Það veitir þér líka gleði að sjá fjölskyldu Jehóva stækka.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ HJÁLPAÐU BIBLÍUNEMENDUM ÞÍNUM AÐ ... FORÐAST VONDAN FÉLAGSSKAP OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvað er vondur félagsskapur? – 1Kor 15:33.
Hvernig ímyndaði Jónína sér að heimboð hjá fólki í söfnuðinum væru?
Hvað gerði Nína til að hjálpa Jónínu að eignast nýja félaga?