LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Á meðan við bíðum eftir að upprisan verði að veruleika
Upprisuvonin veitir okkur huggun þegar ástvinur deyr. Samt hvíla synd og dauði þungt á okkur öllum eins og kæfandi hula. (Jes 25:7, 8) Þetta er ein af ástæðum þess að „öll sköpunin stynur stöðugt og er kvalin“. (Róm 8:22) Hvernig getum við tekist á við ástvinamissi á meðan við bíðum eftir að upprisan verði að veruleika? Í orði Guðs er að finna meginreglur sem geta hjálpað okkur.
HORFÐU Á MYNDSEKIÐIÐ ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvaða sársauka hafa Danielle, Masahiro og Yoshimi fundið fyrir?
Hvernig komu fimm hagnýt ráð þeim að góðum notum?
Hver er uppspretta allrar huggunar? – 2Kor 1:3, 4.