Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwbq grein 148
  • Eru Tórínó-líkklæðin líkklæði Jesú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Eru Tórínó-líkklæðin líkklæði Jesú?
  • Biblíuspurningar og svör
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Svar Biblíunnar
  • Á meðan við bíðum eftir að upprisan verði að veruleika
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Hvers vegna eldumst við og deyjum?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2019
  • Síðasti óvinurinn, dauðinn, að engu gerður
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2014
  • Guð man eftir syni sínum
    Lærum af kennaranum mikla
Biblíuspurningar og svör
ijwbq grein 148
Búa sig undir að vefja líkama Jesú línklæðum

Eru Tórínó-líkklæðin líkklæði Jesú?

Svar Biblíunnar

Tórínó-líkklæðin eru ekki nefnd í Biblíunni. Þetta er líndúkur sem margir halda að séu líkklæði Jesú Krists. Sumir telja þess vegna líkklæðin með merkilegustu helgigripum kristna heimsins. Líkklæðin eru nú geymd í dómkirkju í Tórínó á Ítalíu í hátækni öryggisgeymslu.

Styðja frásögur Biblíunnar þá hugmynd að Tórínó-líkklæðin séu ósvikin? Nei.

Skoðum þrennt sem tengist líkklæðunum sem samrýmist ekki frásögn Biblíunnar.

  1. Líkklæðin eru einn strangi sem er 442 sentímetrar á lengd og 113 á breidd, ásamt 8 sentímetra kanti sem er saumaður eftir endilöngu.

    Hvað segir Biblían? Lík Jesú var vafið í dúk úr fínu líni, ekki einn dúk heldur margar ræmur af líni. Höfuð hans var vafið í annan líndúk. Eftir að Jesús var reistur upp frá dauðum kom einn af postulum hans að tómri gröfinni og sá „línblæjurnar liggja þar og sveitadúkinn sem verið hafði um höfuð hans“. Biblían bætir við: „Sveitadúkurinn lá ekki með línblæjunum heldur sér, samanvafinn á öðrum stað.“ – Jóhannes 20:6, 7.

  2. Líkklæðin sýna far sem sagt er að hafi komið eftir blóðbletti af óþvegnu líki.

    Hvað segir Biblían? Þegar Jesús dó gengu lærisveinar hans frá líkinu „eins og Gyðingar búa lík til greftrunar“. (Jóhannes 19:39-42) Samkvæmt siðvenjunni var lík þvegið fyrir greftrun og olíum og ilmsmyrslum hellt yfir það. (Matteus 26:12; Postulasagan 9:37) Þess vegna hafa lærisveinar Jesú þvegið líkama hans áður en þeir vöfðu hann línklæðum.

  3. Líkklæðin sýna móta fyrir mannslíkama „sem var lagður ofan á annan helming dúksins eftir endilöngu en hinn helmingur dúksins var brotinn saman yfir höfuðið til að hylja líkamann að framan“, samkvæmt alfræðibókinni Encyclopædia Britannica.

    Hvað segir Biblían? Lærisveinar Jesú ræddu saman um dauða hans, gröfina sem var tóm og það sem konurnar sögðu sem sáu „engla í sýn er sögðu hann lifa“. (Lúkas 24:15-24) Ef líkklæðin hefðu verið í gröfinni hefðu lærisveinarnir örugglega rætt um þau og myndina sem mótar fyrir á þeim. En Biblían nefnir ekkert slíkt.

Ætti að bera lotningu fyrir líkklæðunum?

Nei. Jafnvel þótt þau væru ósvikin, væri rangt að bera lotningu fyrir þeim. Skoðum meginreglur í Biblíunni sem skýra hvers vegna.

  1. Það er gagnslaust. Jesús útskýrði: „Guð er andi og þeir sem tilbiðja hann eiga að tilbiðja í anda og sannleika.“ (Jóhannes 4:24) Sönn tilbeiðsla felur hvorki í sér notkun helgigripa né helgimynda.

  2. Það er bannað. Í boðorðunum tíu er skurðgoðadýrkun bönnuð. (5. Mósebók 5:6-10) Auk þess er kristnum mönnum sagt í Biblíunni: „Gætið ykkar á falsguðunum.“ (1. Jóhannesarbréf 5:21) Sumir segja kannski að í þeirra augum séu líkklæðin ekki skurðgoð heldur helgigripur eða trúartákn. Samt verða helgigripir eins konar skurðgoð hjá þeim sem bera lotningu fyrir þeim.a Þeir sem vilja þóknast Guði ættu þess vegna ekki að dýrka eða bera lotningu fyrir trúartáknum þar á meðal líkklæðunum.

Vísindalegar rannsóknir á líkklæðunum

Frá síðari hluta 19. aldar hafa sérfræðingar reynt að nota vísindalegar aðferðir til að rannsaka hvort líkklæðin séu ósvikin. Niðurstöður sumra rannsóknanna hafa reynst ófullnægjandi. En árið 1988 lét Vatíkanið þrjár rannsóknarstofur í mismunandi löndum rannsaka lítil sýnishorn af líkklæðunum. Eftir kolefnisaldursgreiningu á rannsóknarstofunum þremur var niðurstaðan einróma að líkklæðin væru frá 13. eða 14. öld.

a Skurðgoð er líkneski eða stytta sem fólk lítur á sem trúartákn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila