Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb23 mars bls. 3
  • Hvernig getum við hjálpað eftir náttúruhamfarir?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig getum við hjálpað eftir náttúruhamfarir?
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
  • Svipað efni
  • Taka vottar Jehóva þátt í hjálparstarfi?
    Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Hjálparstarf sem er Jehóva til heiðurs
    Ríki Guðs stjórnar
  • Neyðaraðstoð árið 2023 – „við kynnumst kærleika Jehóva frá fyrstu hendi“
    Hvernig eru framlögin notuð?
  • Hvernig getum við hjálpað?
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
mwb23 mars bls. 3

LEGGÐU ÞIG FRAM VIÐ AÐ BOÐA TRÚNA

Hvernig getum við hjálpað eftir náttúruhamfarir?

Náttúruhamfarir verða sífellt algengari. Þegar náttúruhamfarir eiga sér stað þarf neyðaraðstoð að vera vel skipulögð og skilvirk. Þess vegna hefur stjórnandi ráð látið stofna sérstaka deild á hverri deildarskrifstofu til að annast neyðaraðstoð.

Þegar upplýsingar um náttúruhamfarir berast þessari deild er strax haft samband við öldungana á staðnum til að kanna hvernig aðstoð boðberarnir hafa þörf fyrir. Ef skemmdir eru umfangsmeiri en boðberarnir á staðnum ráða sjálfir við útnefnir deildin hæfa bræður til að leiða hjálparstarfið. Þeir geta síðan óskað eftir sjálfboðaliðum og ákveðnum hjálpargögnum eða keypt neyðarbirgðir til að dreifa á svæðinu.

Það hefur marga kosti að annast málin á þennan hátt. Svona má koma í veg fyrir tvíverknað, skipulagsleysi og sóun fjármuna sem stundum fylgir þegar fólk grípur til aðgerða að eigin frumkvæði.

Bræðurnir sem deildarskrifstofan útnefnir meta þörfina fyrir fjármagn og sjálfboðaliða á hamfarasvæðinu. Þeir geta auk þess haft samband við yfirvöld á staðnum sem liðka oft fyrir hjálparstarfi okkar. Boðberar ættu ekki að hafa frumkvæði að fjársöfnun, sendingu hjálpargagna eða ferðalagi til hamfarasvæða nema þeir séu beðnir um það.

Við viljum gjarnan hjálpa þegar náttúruhamfarir dynja yfir. (Heb 13:16) Okkur þykir vænt um trúsystkini okkar. Hvernig getum við hjálpað? Mestu máli skiptir að biðja fyrir fórnarlömbum náttúruhamfara og þeim sem annast neyðaraðstoðina. Við getum líka stutt alþjóðastarfið með frjálsum framlögum. Deildarskrifstofurnar undir forystu stjórnandi ráðs eru í bestri aðstöðu til að ákveða hvar framlögin koma að mestu gagni. Ef við viljum sjálf taka þátt getum við boðið okkur fram og fyllt út Umsókn um að vera sjálfboðaliði hjá hönnunar- og byggingardeildinni á svæðinu (DC-50).

HORFÐU Á MYNDBANDIÐ HAMFARAFLÓÐ Í BRASILÍU OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGU:

Atriði úr myndbandinu „Hamfaraflóð í Brasilíu“. Loftmynd af húsum og trjám í hálfu kafi á flóðasvæði.

Hvað finnst þér eftirtektarvert við neyðaraðstoð Votta Jehóva eftir flóðin í Brasilíu árið 2020?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila