Hvernig getum við hjálpað?
1 Þegar vottar Jehóva frétta af hörmungum sem hafa átt sér stað í heiminum spyrja þeir oft: „Hvernig getum við hjálpað?“ Eins og sést af frásögunni í Postulasögunni 11:27-30 veittu hinir frumkristnu bræðrum sínum í Júdeu aðstoð þegar hungursneyð reið yfir.
2 Á okkar dögum heimila lög að söfnuðurinn noti peninga í mannúðarmál og hjálparstarfsemi til handa þeim sem hafa lent í náttúruhamförum, hörmungum af mannavöldum eða annarri neyð.
3 Á síðasta ári sýndu margir bræður hlýhug sinn og lögðu fram fé til styrktar þeim sem þörfnuðust aðstoðar eftir flóðbylgjuna í Suður-Asíu. Þessi peningaframlög til neyðaraðstoðar safnaðarins voru mikils metin. En þegar framlög eru eyrnamerkt ákveðnum verkefnum er í sumum löndum nauðsynlegt að nota þau aðeins eins og gjafarinn tilgreinir og innan ákveðins tíma, hvort sem búið er að sjá fyrir þörfum bræðra okkar eða ekki.
4 Þess vegna er mælt með því að framlög til mannúðarmála og neyðaraðstoðar séu frekar gefin til alþjóðastarfsins. Þessi sjóður er líka notaður til hjálparstarfs auk þess að sjá fyrir andlegum þörfum bræðralagsins. Ef einhver vill af ákveðnum ástæðum leggja fram fé til hjálparstarfs og aðgreina þau framlögum til alþjóðastarfsins er samt enn þá tekið við slíkum framlögum og verða þau notuð þar sem þeirra er þörf. Það væri samt mikils metið ef slík framlög væru ekki takmörkuð til notkunar í ákveðin verkefni.
5 Ef við beinum framlögum okkar aðallega til alþjóðastarfsins verður meira aflögu til að nota á öllum sviðum boðunarstarfsins í staðinn fyrir að fjármunir séu fráteknir fyrir væntanlega neyðaraðstoð. Þetta er í samræmi við það sem segir í Efesusbréfinu 4:16, að þegar við vinnum saman gefum við það sem þarf til að láta söfnuðinn „vaxa og byggjast upp í kærleika“.