Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w21 júní bls. 31
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Svipað efni
  • Það sem Móselögin þýða fyrir þig
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
  • Lögmál Krists
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1996
  • Reyndu að svara eftirfarandi spurningum
    Dagskrá svæðismóts 2017-2018 – með fulltrúa deildarskrifstofunnar
  • Frumkristnir menn og Móselögin
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2003
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
w21 júní bls. 31

Spurningar frá lesendum

Hvað átti Páll við þegar hann sagði: „Með lögunum var ég leystur undan lögunum“? – Gal. 2:19.

Páll postuli.

Páll skrifaði: „En með lögunum var ég leystur undan [orðrétt: „dó ég gagnvart“] lögunum svo að ég gæti lifað fyrir Guð.“ – Gal. 2:19, neðanmáls.

Það sem Páll skrifaði tengdist mikilvægu máli sem hann ræddi við söfnuðina í skattlandinu Galatíu. Sumir kristnir menn þar höfðu orðið fyrir áhrifum af falskennurum. Þessir menn kenndu að til að bjargast þyrfti að hlýða Móselögunum, sérstaklega lögunum um umskurð. En Páll vissi að Guð krafðist þess ekki lengur að þeir sem tóku trú létu umskerast. Með sterkum rökum hrakti hann þessar falskenningar og styrkti trú bræðranna á lausnarfórn Jesú Krists. – Gal. 2:4; 5:2.

Biblían segir skýrt að þegar maður deyr sé hann ekki lengur meðvitandi um neitt í kringum sig og að umhverfið hafi ekki lengur áhrif á hann. (Préd. 9:5) Þegar Páll sagði að hann væri leystur undan lögunum átti hann við að Móselögin hefðu ekki lengur vald yfir sér. Hann var farinn að ,lifa fyrir Guð‘ vegna trúar á lausnarfórnina.

Þessi breyting á aðstæðum Páls kom til „með lögunum“. Hvernig? Hann var nýbúinn að útskýra að „maður er ekki lýstur réttlátur fyrir að fylgja lögunum heldur aðeins vegna trúar á Jesú Krist“. (Gal. 2:16) Lögin höfðu vissulega gengt mikilvægu hlutverki. Páll útskýrði fyrir Galatamönnum: „Þeim var bætt við til að afbrotin kæmu í ljós og þau áttu að gilda þar til afkomandinn kæmi sem loforðið hafði verið gefið.“ (Gal. 3:19) Lögin leiddu greinilega í ljós að ófullkomnir og syndugir menn gætu ekki haldið lögin fullkomlega og að þeir þyrftu á endanlegri og fullkominni fórn að halda. Lögin leiddu þannig til ,afkomandans‘, Jesú Krists. Með því að sýna trú á Jesú var hægt að vera lýstur réttlátur af Guði. (Gal. 3:24) Það átti við um Pál því að með hjálp laganna hafði hann viðurkennt Jesú og farið að trúa á hann. Páll var þar með „leystur undan lögunum“ og farinn að ,lifa fyrir Guð‘. Lögin höfðu ekki lengur vald yfir honum heldur Guð.

Páll sagði eitthvað svipað í bréfi sínu til Rómverja. ,Bræður mínir og systur, þið dóuð gagnvart lögunum þegar líkama Krists var fórnað ... Við erum leyst undan lögunum þar sem við erum dáin gagnvart því sem hélt okkur í fjötrum.‘ (Rom. 7:4, 6) Páll er í þessum versum og í Galatabréfinu 2:19 ekki að tala um það að deyja sem syndari til að fullnægja kröfum laganna. Hann var öllu heldur að tala um að öðlast frelsi. Lögin höfðu ekki lengur vald yfir honum og öðrum í sömu stöðu og hann. Þeir voru orðnir frjálsir vegna trúar á lausnarfórn Jesú.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila