Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w23 október bls. 30-bls. 31 gr. 2
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
  • Svipað efni
  • Ný matartegund
    Biblíusögubókin mín
  • Gættu þess að gleyma ekki Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
w23 október bls. 30-bls. 31 gr. 2
Ísraelsk fjölskylda safnar manna ásamt öðrum í eyðimörkinni.

Spurningar frá lesendum

Höfðu Ísraelsmenn eitthvað annað að borða en manna og kornhænsn í eyðimörkinni?

Ísraelsmenn borðuðu aðallega manna þau 40 ár sem þeir voru í eyðimörkinni. (2. Mós. 16:35) Jehóva sá þeim tvisvar fyrir kornhænsnum. (2. Mós. 16:12, 13; 4. Mós. 11:31) En þeir höfðu líka annan mat í takmörkuðum mæli.

Jehóva leiddi fólk sitt stundum á „hvíldarstað“ þar sem vatn og fæðu var að finna. (4. Mós. 10:33) Einn þessara staða var Elím „en þar voru 12 uppsprettur og 70 pálmatré“ – eflaust döðlupálmar. (2. Mós. 15:27) Í bókinni Plants of the Bible segir að döðlupálminn, sem „vex víða ... sé aðalfæða eyðumerkurinnar úr jurtaríkinu og gefi af sér mat, olíu og skjól handa milljónum manna“.

Ísraelsmenn hafa hugsanlega líka komið við í stórri vin sem heitir nú Feiran, en hún er í flóðdalnum Feiran.a Flóðdalurinn er „130 kílómetra langur og einn lengsti, fegursti og þekktasti flóðdalur í Sínaí,“ segir í bókinni Discovering the World of the Bible. Bókin segir líka: „Í flóðdalnum, um 45 kílómetra frá dalsmynninu og um 610 metra yfir sjávarmáli, er hin fagra Feiran-vin sem nær yfir 5 kílómetra langt svæði og er þakin pálmatrjám. Hún er Edengarður Sínaí. Þúsundir pálmatrjáa hafa frá fornu fari laðað landnema að þessu svæði.“

Döðlupálmar í vin. Innfelld mynd af döðluklasa á pálmatré.

Döðlupálmar í Feiran-vininni.

Þegar Ísraelsmenn yfirgáfu Egyptaland tóku þeir með sér brauðdeig, deigtrog og hugsanlega korn og olíu. Þetta hefur þó ekki enst lengi. Fólkið hafði líka með sér ‚miklar hjarðir sauðfjár, geita og nautgripa‘. (2. Mós. 12:34–39) En vegna strembinna aðstæðna í eyðimörkinni hefur skepnum líklega fækkað talsvert. Sumar voru ef til vill hafðar til matar og öðrum hugsanlega verið fórnað, jafnvel falsguðum.b (Post. 7:39–43) En Ísraelsmenn stunduðu kvikfjárrækt í einhverjum mæli en það má sjá af því sem Jehóva sagði við þá þegar þeir óhlýðnuðumst honum: „Synir ykkar verða fjárhirðar í óbyggðunum í 40 ár.“ (4. Mós. 14:33) Það má því vera að hjarðir þeirra hafi séð þeim fyrir mjólk og stundum kjöti, en alls ekki í nægilega miklu magni til að fæða um þrjár milljónir manna í 40 ár.c

Hvar fundu skepnurnar fæðu og vatn?d Á þeim tíma má vera að rignt hafi oftar og meiri gróður verið í eyðimörkinni. Í fyrra bindi Insight on the Scriptures segir að fyrir 3.500 árum hafi „vatn verið til staðar í Arabíu í ríkari mæli en nú á dögum. Þar er að finna djúpa og þurra árfarvegi, eða flóðdali, þar sem áður voru ár en það sýnir að einhvern tíma hafi rignt nægilega mikið til að þær gætu myndast“. En eyðimörkin var samt sem áður hrjóstrugur og ógnvekjandi staður. (5. Mós. 8:14–16) Án vatnsins sem Jehóva sá fyrir með kraftaverki hefðu Ísraelsmenn og skepnur þeirra örugglega ekki haldið lífi. – 2. Mós. 15:22–25; 17:1–6; 4. Mós. 20:2, 11.

Móse sagði Ísraelsmönnum að Jehóva hefði gefið þeim manna til að „kenna [þeim] að maðurinn lifir ekki aðeins á brauði heldur á hverju orði sem kemur af munni Jehóva“. – 5. Mós. 8:3.

a Sjá Varðturninn á ensku 1. maí 1992, bls. 24 og 25.

b Biblían nefnir tvö skipti þegar skepnum var fórnað Jehóva í eyðimörkinni. Fyrra skiptið var þegar prestarnir voru vígðir til embættis en seinna skiptið þegar haldnir voru páskar. Hvort tveggja átti sér stað árið 1512 f.Kr., á öðru ári eftir að Ísraelsmenn höfðu yfirgefið Egyptaland. – 3. Mós. 8:14–9:24; 4. Mós. 9:1–5.

c Undir lok 40 áranna í eyðimörkinni tóku Ísraelsmenn hundruð þúsunda skepna herfangi. (4. Mós. 31:32–34) En þeir borðuðu samt manna þangað til þeir komu inn í fyrirheitna landið. – Jós. 5:10–12.

d Ekkert bendir til að dýr hafi étið manna. Jehóva sagði hversu miklu átti að safna handa hverjum og einum af Ísraelsmönnum en ekki var minnst á dýr. – 2. Mós. 16:15, 16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila