Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w25 júlí bls. 2-7
  • Hvers vegna ættum við að leita ráða?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvers vegna ættum við að leita ráða?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVAÐA EIGINLEIKA ÞARF ÉG AÐ HAFA TIL AÐ BERA?
  • HVER GETUR GEFIÐ MÉR GÓÐ RÁÐ?
  • HVERNIG GET ÉG HAFT OPINN HUGA OG HJARTA?
  • ÆTTI ÉG AÐ BIÐJA AÐRA AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN FYRIR MIG?
  • HALTU ÁFRAM AÐ LEITA RÁÐA
  • Lærum að gefa góð ráð
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Ákvarðanir sem sýna að við reiðum okkur á Jehóva
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2023
  • Lærum af kveðjuorðum trúfastra manna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • Viðurkennum auðmjúk að við vitum ekki allt
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
w25 júlí bls. 2-7

NÁMSGREIN 28

SÖNGUR 88 Vísaðu mér veg þinn

Hvers vegna ættum við að leita ráða?

„Viska er hjá þeim sem leita ráða.“ – ORÐSKV. 13:10.

Í HNOTSKURN

Við skoðum hvað við þurfum að gera til að hafa fullt gagn af þeim ráðum sem við fáum.

1. Hvernig getum við tekið skynsamlegar ákvarðanir þannig að áform okkar heppnist? (Orðskviðirnir 13:10; 15:22)

VIÐ viljum öll taka skynsamlegar ákvarðanir. Og öll viljum við að áform okkar heppnist. Orð Guðs upplýsir okkur um hvernig við getum náð þessum markmiðum. – Lestu Orðskviðina 13:10; 15:22.

2. Hvað lofar Jehóva að gera fyrir okkur?

2 Sá sem getur gefið okkur bestu ráðin er að sjálfsögðu Jehóva faðir okkar. Við þurfum því að leita til hans í bæn og biðja hann um visku. Hann lofar að rétta okkur hjálparhönd og segir: „Ég gef þér ráð og hef augun á þér.“ (Sálm. 32:8) Með þessu er hann að segja að hann geri meira en að gefa ráð – hann hefur áhuga á hverju og einu okkar og hjálpar okkur að fara eftir ráðunum.

3. Hvað skoðum við í þessari námsgrein?

3 Í þessari námsgrein finnum við svör Biblíunnar við fjórum spurningum: (1) Hvaða eiginleika þarf ég að hafa til að nýta mér góð ráð? (2) Hjá hverjum get ég fengið góð ráð? (3) Hvernig get ég haft opinn huga og hjarta? (4) Hvers vegna ætti ég ekki að biðja aðra um að taka ákvörðun fyrir mig?

HVAÐA EIGINLEIKA ÞARF ÉG AÐ HAFA TIL AÐ BERA?

4. Hvaða eiginleika þurfum við til að hafa gagn af góðum ráðum?

4 Við þurfum að vera auðmjúk og hógvær til að nýta okkur góð ráð. Við þurfum að átta okkur á því að við höfum ekki alltaf þá reynslu og þekkingu sem þarf til að taka skynsamlegar ákvarðanir upp á eigin spýtur. Ef við erum ekki auðmjúk og hógvær kemur það í veg fyrir að Jehóva hjálpi okkur og þau ráð sem við lesum um í Biblíunni geta runnið okkur úr greipum. (Míka 6:8; 1. Pét. 5:5) En ef við erum auðmjúk og hógvær leggjum við okkur fram við að hlusta og tileinka okkur ráðin sem er að finna í orði Guðs.

5. Hvað afrekaði Davíð sem hefði getað gert hann hrokafullan?

5 Skoðum hvað við getum lært af Davíð konungi. Það sem hann áorkaði hefði hæglega getað gert hann hrokafullan. Mörgum árum áður en hann varð konungur var hann þekktur fyrir tónlistarhæfileika sína. Hann var jafnvel beðinn um að leika tónlist fyrir konunginn. (1. Sam. 16:18, 19) Jehóva kaus Davíð til að vera næsti konungur og gaf honum heilagan anda sem efldi hann. (1. Sam. 16:11–13) Hann var vinsæll meðal þjóðarinnar fyrir að fella andstæðinga hennar, þar á meðal Filistearisann Golíat. (1. Sam. 17:37, 50; 18:7) Hrokafullur maður sem hefði áorkað þessu hefði getað hugsað sem svo að hann þyrfti ekki á ráðum annarra að halda. En Davíð hugsaði ekki þannig.

6. Hvernig vitum við að Davíð var tilbúinn að hlusta á ráð annarra? (Sjá einnig mynd.)

6 Eftir að Davíð varð konungur var hann í nánum samskiptum við menn sem gáfu honum ráð. (1. Kron. 27:32–34) Þetta kemur ekki á óvart því að fram að því hafði hann verið vanur að hlusta á ráð annarra. Hann hlustaði ekki bara á ráð karlmanna. Hann þáði líka ráð konu sem hét Abígail. Hún var eiginkona Nabals sem var ruddalegur, vanþakklátur og sjálfselskur maður. Davíð fór auðmjúkur eftir ráðum hennar og komst þannig hjá því að gera hræðileg mistök. – 1. Sam. 25:2, 3, 21–25, 32–34.

Davíð konungur hlustar af athygli á Abígail sem situr á jörðinni og biður hann bónar.

Davíð konungur þáði auðmjúkur ráð Abígail og fór eftir þeim. (Sjá 6. grein.)


7. Hvað getum við lært af Davíð? (Prédikarinn 4:13) (Sjá einnig myndir.)

7 Við getum dregið lærdóm af reynslu Davíðs. Við búum ef til vill yfir ákveðnum hæfileikum eða förum með visst vald. En við ættum aldrei að álíta að við vitum allt og þurfum ekki á ráðum að halda. Og rétt eins og Davíð ættum við að vera fús til að hlusta á góð ráð, sama hver gefur okkur þau. (Lestu Prédikarann 4:13.) Ef við gerum það forðumst við að öllum líkindum stór mistök sem gætu valdið okkur og öðrum erfiðleikum.

Myndir: 1. Fjórir öldungar á fundi. Einn þeirra talar reiðilega. 2. Síðar þegar tveir þeirra sitja í bíl talar yngri öldungur einslega við þann sem talaði reiðilega.

Við ættum að vera fús til að hlusta á góð ráð, sama hver gefur okkur þau. (Sjá 7. grein.)c


HVER GETUR GEFIÐ MÉR GÓÐ RÁÐ?

8. Hvers vegna gat Jónatan gefið Davíð góð ráð?

8 Skoðum eitt í viðbót sem við getum lært af Davíð. Hann hlustaði á ráð þeirra sem höfðu bæði sterkt samband við Jehóva og skilning á því vandamáli sem hann stóð frammi fyrir. Þegar hann vildi vita hvort hann gæti sæst við Sál konung leitaði hann ráða hjá Jónatan, syni Sáls. Hvers vegna gat Jónatan gefið honum góð ráð? Vegna þess að hann hafði ekki bara sterkt samband við Jehóva heldur þekkti líka Sál vel. (1. Sam. 20:9–13) Hvað lærum við?

9. Hvern ættum við að biðja um ráð? Nefndu dæmi. (Orðskviðirnir 13:20)

9 Þegar okkur vantar ráð er gott að við ráðfærum okkur við einhvern sem hefur sterkt samband við Jehóva og þekkingu á þeim aðstæðum sem við glímum við.a (Lestu Orðskviðina 13:20.) Segjum að ungur bróðir sé að leita sér að eiginkonu. Hver gæti gefið honum góð ráð? Ókvæntur vinur gæti hjálpað honum ef hann byggir ráð sín á meginreglum Biblíunnar. En það eru meiri líkur á því að hann fái ráð sem nýtast honum vel ef hann leitar til þroskaðra hjóna sem þekkja hann vel og hafa verið hamingjusamlega gift um tíma.

10. Hvað skoðum við núna?

10 Við höfum fjallað um tvo eiginleika sem við þurfum að hafa til að bera og til hverra við ættum að leita til að fá ráð. Skoðum nú hvers vegna við þurfum að hafa opinn huga og hjarta og hvort við ættum að biðja aðra um að taka ákvarðanir fyrir okkur.

HVERNIG GET ÉG HAFT OPINN HUGA OG HJARTA?

11, 12. (a) Hvað ættum við að forðast? (b) Hvað gerði Rehabeam konungur þegar hann þurfti að taka mikilvæga ákvörðun?

11 Stundum gæti einhver leitað ráða en í raun verið búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera og vill bara finna einhvern sem er honum sammála. Hann er þá ekki með opinn huga og hjarta. Hann ætti að íhuga það sem læra má af því sem henti Rehabeam konung.

12 Rehabeam varð konungur eftir að Salómon faðir hans dó. Þjóðin hafði búið við velsæld en fólkinu fannst að Salómon hefði ætlast til of mikils af því. Það kom til Rehabeams og bað hann um að létta byrðar þess. Hann bað um tíma til að íhuga málið. Hann byrjaði vel og leitaði ráða hjá gömlu mönnunum sem Salómon hafði ráðfært sig við. (1. Kon. 12:2–7) En hann hafnaði ráðum þeirra. Af hverju ætli hann hafi gert það? Hafði hann þegar ákveðið hvað hann ætlaði að gera og var bara að leita að einhverjum sem var honum sammála? Ef svo var fékk hann stuðning í ráðum yngri vina sinna. (1. Kon. 12:8–14) Rehabeam svaraði þegnum sínum í samræmi við ráð þeirra. Fyrir vikið klofnaði þjóðin í tvennt og þaðan í frá átti Rehabeam í stöðugum erfiðleikum. – 1. Kon. 12:16–19.

13. Hvernig vitum við hvort við erum með opinn huga og hjarta?

13 Hvað lærum við af því sem henti Rehabeam? Við þurfum að hafa opinn huga og hjarta þegar við biðjum um ráð. Hvernig vitum við hvort við höfum það? Við getum spurt okkur: Bið ég um ráð og hafna þeim samstundis vegna þess að þau eru ekki í samræmi við það sem ég vil heyra? Skoðum dæmi.

14. Hverju megum við ekki gleyma þegar við fáum ráð? Lýstu með dæmi. (Sjá einnig mynd.)

14 Ímyndum okkur að bróðir hafi fengið gott atvinnutilboð. Hann biður öldung um ráð áður en hann tekur því. Bróðirinn útskýrir að vinnan krefjist þess að hann dvelji langtímum saman í burtu frá fjölskyldunni. Öldungurinn minnir hann á þá meginreglu Biblíunnar að aðalábyrgð hans sé að sjá fyrir andlegum þörfum fjölskyldu sinnar. (Ef. 6:4; 1. Tím. 5:8) Segjum að bróðirinn bregðist neikvæður við því sem öldungurinn segir og spyrji fleiri bræður álits þangað til einhver þeirra segir það sem hann vill heyra. Er bróðirinn í raun að leita ráða eða hefur hann þegar gert upp hug sinn og er bara að leita að einhverjum sem er honum sammála? Gleymum ekki að hjarta okkar er svikult. (Jer. 17:9) Stundum er það ráð sem við þurfum mest á að halda það sem við viljum síst heyra.

Systir leitar ráða hjá nokkrum bræðrum og systrum. Hún fer frá einum einstaklingi til annars óánægð með það sem hún fær að heyra.

Viljum við fá góð ráð eða erum við bara að reyna að finna einhvern sem er okkur sammála? (Sjá 14. grein.)


ÆTTI ÉG AÐ BIÐJA AÐRA AÐ TAKA ÁKVÖRÐUN FYRIR MIG?

15. Hvað ættum við ekki að gera og hvers vegna?

15 Hvert og eitt okkar hefur þá ábyrgð að taka eigin ákvarðanir. (Gal. 6:4, 5) Vitur maður leitar ráða í orði Guðs og hjá þroskuðum trúsystkinum áður en hann tekur ákvörðun. En við þurfum samt að gæta þess að biðja ekki aðra að taka ákvörðun fyrir okkur. Sumir gætu gert það með því að spyrja einhvern sem þeir bera virðingu fyrir: Hvað myndir þú gera í mínum sporum? Aðrir gætu gert það með því einfaldlega að taka sömu ákvörðun og einhver annar hefur þegar tekið án þess að hugsa málið vandlega sjálfir.

16. Hvaða ákvörðun þurftu kristnir menn í Korintu að taka varðandi kjöt fórnað skurðgoðum? (1. Korintubréf 8:7; 10:25, 26)

16 Tökum eftir hvaða ákvörðun þjónar Guðs í söfnuðinum í Korintu þurftu að taka í sambandi við kjöt sem hafði hugsanlega verið fórnað skurðgoðum. Páll skrifaði til þeirra: ‚Við vitum að skurðgoð er alls ekki neitt og að aðeins er til einn Guð.‘ (1. Kor. 8:4) Sumir í söfnuðinum ákváðu því að þeir gætu borðað kjöt sem var til sölu á markaðinum jafnvel þótt því hefði verið fórnað skurðgoðum. Aðrir tóku þá ákvörðun að þeir gætu ekki borðað slíkt kjöt án þess að trufla samvisku sína. (Lestu 1. Korintubréf 8:7; 10:25, 26.) Þetta var persónuleg ákvörðun hvers og eins. Páll ráðlagði Korintumönnum aldrei að taka ákvarðanir fyrir aðra eða herma bara eftir öðrum. Hver og einn þurfti að „standa Guði reikningsskap gerða“ sinna. – Rómv. 14:10–12.

17. Hvað gæti gerst ef við tækjum bara sömu ákvörðun og einhver annar? Nefndu dæmi. (Sjá einnig myndir.)

17 Hvernig gæti eitthvað álíka komið upp nú á dögum? Tökum sem dæmi blóðþætti. Hver og einn þjónn Jehóva verður að gera það upp við sig hvort hann þiggur eða afþakkar þá.b Okkur gæti þótt erfitt að skilja þetta en ákvarðanir eins og þessi eru hluti af þeirri byrði sem hvert og eitt okkar verður að bera. (Rómv. 14:4) Ef við gerum bara eins og einhver annar hefur ákveðið að gera getum við veikt samvisku okkar. Við styrkjum samviskuna með því að beita henni. (Hebr. 5:14) Hvenær ættum við að biðja þroskað trúsystkini um ráð? Við ættum að gera það þegar við sjálf erum búin að rannsaka málið en þurfum enn á hjálp að halda til að skilja hvernig meginreglur Biblíunnar eiga við.

Myndir: 1. Bróðir finnur upplýsingar í Biblíunni, kafla 39 í bókinni „Von um bjarta framtíð“ og myndbandinu „Ákvarðanir um læknismeðferðir í tengslum við blóð“ til að fylla út yfirlýsingu og umboð vegna læknismeðferðar. 2. Seinna talar hann við þroskaðan bróður sem ræðir um biblíuvers við hann.

Við ættum aðeins að leita ráða eftir að hafa rannsakað málið sjálf. (Sjá 17. grein.)


HALTU ÁFRAM AÐ LEITA RÁÐA

18. Hvað hefur Jehóva gert fyrir okkur?

18 Jehóva hefur sýnt okkur mikið traust með því að leyfa okkur að taka eigin ákvarðanir. Hann gefur okkur orð sitt, Biblíuna. Og hann gefur okkur skynsama vini sem geta aðstoðað okkur við að skilja hvernig við ættum að fylgja meginreglum Biblíunnar. Hann annast okkur eins og ástríkur faðir. (Orðskv. 3:21–23) Hvernig getum við sýnt honum þakklæti?

19. Hvernig gleðjum við Jehóva?

19 Hugleiðum þetta: Foreldrar hafa yndi af að sjá börnin sín þroskast og verða hugulsamir, skynsamir og hjálpsamir þjónar Jehóva. Það gleður líka Jehóva þegar hann sér okkur halda áfram að taka út andlegan þroska, leita ráða og taka ákvarðanir sem heiðra hann.

HVERJU SVARAR ÞÚ?

  • Hvers vegna ættirðu að vera hógvær og auðmjúkur?

  • Hvers vegna ættirðu að hafa opinn huga og hjarta?

  • Hvers vegna ættirðu ekki að biðja aðra að taka ákvörðun fyrir þig?

SÖNGUR 127 Þannig ber mér að lifa

a Það er stundum skynsamlegt fyrir þjóna Jehóva að leita ráða hjá einhverjum utan safnaðarins þegar um er að ræða fjármál, heilsufarsmál eða önnur mál.

b Ítarlegri umfjöllun um þetta efni má finna í bókinni Von um bjarta framtíð í kafla 39 undir lið 5 og undir „Kannaðu“.

c MYND: Öldungur gefur samöldungi ráð varðandi það hvernig hann talaði á fundi.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila