Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w25 nóvember bls. 8-9
  • Ætti ég að hætta að keyra?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ætti ég að hætta að keyra?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • LEGGÐU MAT Á ÖKUHÆFNI ÞÍNA
  • LÁTTU MEGINREGLUR BIBLÍUNNAR LEIÐBEINA ÞÉR
  • Temdu þér varúð í umferðinni
    Vaknið! – 1988
  • Frá lesendum
    Vaknið! – 1988
  • Hvernig koma má í veg fyrir bílslys
    Vaknið! – 2011
  • Öruggur akstur — aðkallandi nauðsyn
    Vaknið! – 1988
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
w25 nóvember bls. 8-9
Eldri bróðir situr og horfir á bílinn sinn út um glugga. Hann heldur á bíllyklunum í annarri hendinni og er djúpt hugsi.

Ætti ég að hætta að keyra?

ÞÚ ERT búinn að vera með bílpróf í áratugi. Þú nýtur frelsisins og sjálfstæðisins að vera á eigin bíl. En fjölskyldan og vinir hafa áhyggjur og vilja að þú hættir að keyra. Þér finnst áhyggjur þeirra vera ástæðulausar.

Þekkirðu þessar aðstæður? Ef svo er, hvað getur hjálpað þér að meta hvort þú ættir að halda áfram að keyra eða ekki?

Í sumum löndum þurfa ökumenn sem eru komnir yfir vissan aldur að fá vottorð hjá lækni ef þeir vilja endurnýja ökuskírteinið. Þjónar Guðs í þessum löndum hlýða landslögum og fyrirmælum þeirra sem eru skipaðir af yfirvöldum. (Rómv. 13:1) En sama hvar þú býrð eru til leiðir til að meta hvort þú sért enn þá fær um að keyra af öryggi.

LEGGÐU MAT Á ÖKUHÆFNI ÞÍNA

Öldrunarstofnun Bandaríkjanna (NIA) mælir með að fólk spyrji sig eftirfarandi spurninga:

  • Á ég í vandræðum með að lesa á umferðarmerki eða sé ég illa þegar fer að dimma?

  • Hefur liðleikinn minnkað svo að ég á erfitt með að snúa höfðinu og horfa í hliðarspegla og gæta mín á blindum blettum?

  • Bregst ég ekki nógu fljótt við, eins og þegar ég þarf að færa fótinn af bensíngjöfinni yfir á bremsuna?

  • Keyri ég það hægt að það truflar flæðið í umferðinni?

  • Hef ég stundum verið nálægt því að lenda í óhappi upp á síðkastið eða eru rispur og dældir á bílnum mínum vegna þess að ég hef keyrt utan í eitthvað?

  • Hefur lögreglan stöðvað mig vegna aksturslagsins?

  • Hef ég verið nálægt því að dotta undir stýri?

  • Er ég á lyfjum sem gætu haft áhrif á aksturslagið?

  • Hafa ættingjar eða vinir látið í ljós áhyggjur varðandi aksturslag mitt?

Ef þú svaraðir einni eða tveim af þessum spurningum játandi gæti verið kominn tími til að gera breytingar. Þú gætir til dæmis ákveðið að keyra minna, sérstaklega eftir að fer að dimma. Endurmettu stöðuna reglulega. Þú gætir spurt ættingja eða vin hvað honum finnst um aksturslagið hjá þér. Og þú gætir farið í ökutíma til að skerpa á öryggisatriðum. En ef þú hefur svarað fleiri en tveim þessara spurninga játandi væri kannski skynsamlegast að hætta að keyra.a

LÁTTU MEGINREGLUR BIBLÍUNNAR LEIÐBEINA ÞÉR

Það er ekki víst að við sjálf tökum eftir því að við erum ekki lengur jafn góðir bílstjórar og við vorum. Og það getur verið viðkvæmt mál fyrir okkur að leiða hugann að því hvort við ættum að hætta að keyra. Hvaða meginreglur Biblíunnar gætu hjálpað þér að sjá málin í skýru ljósi og taka góða ákvörðun? Lítum á tvær þeirra.

Vertu hógvær. (Orðskv. 11:2) Þegar við eldumst minnkar sjón, heyrn og vöðvastyrkur og það hægist á viðbrögðum. Flest fólk hættir til dæmis að taka þátt í ákveðnum íþróttum þegar það eldist því að það áttar sig á að hættan á meiðslum eykst með aldrinum. Hið sama ætti að eiga við um akstur. Sá sem er hógvær gæti ákveðið að hætta að keyra þegar hann telur það ekki öruggt lengur. (Orðskv. 22:3) Og hógvær manneskja er tilbúin að hlusta þegar aðrir láta í ljós áhyggjur sínar. – Samanber 2. Samúelsbók 21:15–17.

Forðastu blóðsekt. (5. Mós. 22:8) Bíll er hættulegt farartæki ef öryggis er ekki gætt. Sá sem heldur áfram að keyra þótt hæfni hans hafi minnkað gæti stofnað lífi sínu og annarra í hættu. Og hann gæti bakað sér blóðskuld ef hann veldur dauðaslysi.

Ef þú stendur frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun að hætta að keyra skaltu forðast þá hugsun að þú missir virðingu annarra eða sért minna virði. Jehóva elskar þig fyrir fallega eiginleika þína, þar á meðal hógværð, auðmýkt og umhyggju fyrir velferð annarra. Og hann lofar að styðja þig og hughreysta. (Jes. 46:4) Hann yfirgefur þig aldrei. Biddu hann að hjálpa þér að nota visku og góð ráð frá Biblíunni þegar þú tekur ákvörðun um hvort þú ættir að hætta að keyra.

Hvernig geta aðrir hjálpað?

Einhver í fjölskyldunni er gjarnan best til þess fallinn að tala við eldri ættingja um það hvort hann ætti að hætta að keyra. Eða kannski er þetta vinur þinn og aðrir hafa lýst áhyggjum sínum við þig um það hvernig hann keyrir. Taktu mark á því sem þeir segja. Þú gætir kannski boðist til að taka bíltúr með honum. Talaðu við hann um aksturslag hans ef þess er þörf, en reyndu að setja þig í hans spor þegar þú gerir það. Vertu mildur en hreinskilinn. Vertu ekki of upptekinn af aldri hans – einbeittu þér að aksturshæfni hans. Notaðu orðalag eins og „mér er umhugað um öryggi þitt þegar þú ert að keyra“ frekar en að segja „þú ert ekki öruggur bílstjóri lengur“. Höfðaðu til þess hve mikils hann metur meginreglur Biblíunnar sem er fjallað um í þessari grein.

Við getum öll sýnt samkennd þegar einhver verður að hætta að keyra sökum aldurs. Honum kann að finnast hann hafa misst frelsi og sjálfstæði. Hvernig geturðu hjálpað honum? Sýndu stuðning og bjóddu honum aðstoð. (Orðskv. 17:17) Ekki bíða eftir því að hann biðji um far því að honum kann að finnast hann vera byrði á þér. Þú gætir kannski boðist til að skipuleggja að einhver hjálpi honum að komast til dæmis á samkomur, í boðunina, í innkaupaferðir og til læknis. Fullvissaðu hann um að þú gerir þetta með glöðu geði og hafir ánægju af að vera með honum. – Rómv. 1:11, 12.

a Frekari upplýsingar má finna í greininni „Automobile Accidents – Are You Safe?“ í Vaknið 22. ágúst 2002 á ensku.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila