Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 125
  • Stefnumót – 3. hluti: Ættum við að hætta saman?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Stefnumót – 3. hluti: Ættum við að hætta saman?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Efasemdir
  • Ákvörðun
  • Ef þið ákveðið að binda enda á sambandið
  • Stefnumót – 1. hluti: Er ég tilbúinn til að fara á stefnumót?
    Ungt fólk spyr
  • Af hverju er varasamt að leyna sambandinu?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Pössum við saman?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Er ég tilbúin(n) til að byrja með einhverjum?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 125
Ung kona horfir á mynd í símanum af sér og kærastanum.

UNGT FÓLK SPYR

Stefnumót – 3. hluti: Ættum við að hætta saman?

Þú ert búinn að vera á föstu um tíma en ert farinn að efast um sambandið. Ættirðu að halda því áfram eða binda enda á það? Þessi grein getur hjálpað þér að taka ákvörðun.

Í þessari grein

  • Efasemdir

  • Ákvörðun

  • Ef þú ákveður að hætta á föstu

Efasemdir

Eftir að hafa verið á föstu um tíma gæti ungur maður og ung kona uppgötvað að þau eru ólíkari en þau héldu í fyrstu.

  • Öðru þeirra finnst gaman að fara á ströndina en hinu finnst gaman að fara í gönguferðir.

  • Annað þeirra er opinskátt en hitt er hlédrægt.

  • Annað þeirra hefur tilhneigingu til að vera svikult en hitt er alltaf heiðarlegt.

Taktu eftir að þetta eru ekki sambærilegir hlutir. Í fyrsta dæminu hafa þau mismunandi áhugamál, í öðru dæminu er um að ræða ólík persónueinkenni og í þriðja dæminu hafa þau mismunandi gildi.

Til umhugsunar: Hvað af þessu þrennu fyndist þér erfiðast að takast á við ef þið stefnduð að því að gifta ykkur? Gætuð þið komist að samkomulagi í einhverjum þessara tilfella?

Eiginmaður og eiginkona geta haft mismunandi áhugamál og persónueinkenni en samt átt gott hjónaband. Að eiga saman þýðir ekki að þau þurfi að vera alveg eins. Í sumum tilfellum fá eiginmaður og eiginkona áhuga á því sem makinn hefur áhuga á. Og ólíkir einstaklingar geta lært hvor af öðrum.a

En það er mikilvægt að tilvonandi maki þinn hafi sömu gildi og þú – varðandi trúarskoðanir, siðferði og hvað er rétt og rangt. Ef hann eða hún hefur það ekki ættu viðvörunarbjöllur að hringja.

Tökum sem dæmi ólíkar trúarskoðanir. Bókin Fighting for Your Marriage segir: „Rannsóknir sýna að hjón sem hafa ekki sömu trú eru líklegri til að skilja en þau sem eru sömu trúar.“

Meginregla Biblíunnar: „Reynið ekki að vinna sem jafningjar með vantrúuðum, því það er ekki mögulegt.“ Good News Translation.

Ákvörðun

Biblían segir að þau sem gifta sig ‚verði fyrir erfiðleikum‘. (1. Korintubréf 7:28) Ekki láta þér bregða þótt erfiðleikar skjóti upp kollinum þegar þið eruð að kynnast.

Minni háttar ágreiningur þarf ekki að þýða að sambandið sé dauðadæmt. Spurningin er hvort þið getið leyst hann á friðsaman hátt. Þið þurfið bæði að kunna að leysa ágreining ef þið ætlið að gifta ykkur.

Meginregla Biblíunnar: „Verið góð hvert við annað, samúðarfull og fyrirgefið hvert öðru fúslega.“ – Efesusbréfið 4:32.

En ef ykkur greinir oft alvarlega á gæti það gefið til kynna að þið eigið ekki vel saman. Ef það er raunin er betra að komast að því fyrr en síðar.

Myndir: Unga konan rifjar upp tilfelli þegar hefur komið upp ágreiningur milli hennar og kærastans. 1. Kærastinn horfir á símann sinn og hunsar hana. 2. Hann er ósáttur við hana þegar þau eru að kaupa föt. 3. Hún bendir á úrið sitt þegar hann kemur heim til hennar.

Tíður eða alvarlegur ágreiningur gæti bent til þess að þið eigið ekki saman.

Kjarni málsins: Ekki hunsa það ef þú hefur alvarlegar efasemdir um manneskjuna sem þú ert að kynnast eða jafnvel hvort þú sért tilbúinn í hjónaband.

Meginregla Biblíunnar: „Hinn skynsami sér hættuna og felur sig en hinir óreyndu ana áfram og fá að kenna á því.“ – Orðskviðirnir 22:3.

Ljósapera.

Ráð: Talaðu við þroskaðan vin sem er í hjónabandi ef þú hefur efasemdir um sambandið. Hann eða hún getur ekki tekið ákvörðun fyrir þig en gefið þér skynsamleg ráð byggð á eigin reynslu. – Orðskviðirnir 11:14.

Ef þið ákveðið að binda enda á sambandið

Sambandsslit geta verið sársaukafull. En ef annað ykkar eða bæði hafa áframhaldandi efasemdir um sambandið gæti verið best að binda enda á það.

Hvernig ættuð þið að gera það? Best er að gera það ekki í textaskilaboðum eða tölvupósti nema góðar ástæður útheimti það. Veldu frekar viðeigandi stað og stund til að ræða svo alvarlegt mál.

Unga konan talar við kærastann sinn á kaffihúsi.
Ljósapera.

Ráð: Vertu nærgætinn en ákveðinn þegar þið ræðið saman. Þú þarft ekki að telja upp galla hans eða hennar, beindu frekar athyglinni að því hvers vegna þér finnst sambandið ekki ganga.

Meginregla Biblíunnar: „Verið sannorð hvert við annað.“ – Sakaría 8:16.

Merkja sambandsslit að þú sért misheppnaður? Nei, alls ekki. Mundu að þessum tíma er ætlað að hjálpa þér að komast að því hvort þið ættuð að giftast eða ekki. Þú getur lært mikið af þessum tíma þótt sambandið endi.

Spyrðu þig: Hvað hef ég lært um sjálfan mig? Hefur sambandið leitt í ljós að ég þarf að bæta mig á einhverjum sviðum? Hvað myndi ég gera öðruvísi ef ég ákveddi að kynnast einhverjum öðrum með hjónaband í huga?

a Sjá greinarnar „Help for the Family – Dealing With Differences“ og „Góð ráð handa fjölskyldunni – Hvernig geturðu brugðist við pirrandi eiginleikum í fari maka?“ til að skilja betur hvernig slíkar áskoranir geta haft áhrif á eiginmann og eiginkonu.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila