Vinstri: Yasser Qudaih/Anadolu via Getty Images. Hægri: RONALDO SCHEMIDT/AFP via Getty Images
HALTU VÖKU ÞINNI
Hvenær munu stríð taka enda? – Hvað segir Biblían?
„Nú er komin tími til að uppræta og draga úr spennunni. Nú er komin tími til að sýna stillingu,“ sagði António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varðandi árás Írans á Ísrael laugardaginn 13. apríl 2024.
Átökin í Mið-Austurlöndum eru aðeins eitt dæmi um það sem er að eiga sér stað um allan heim.
„Nú erum við að sjá hæstu tölur stríðsátaka í heiminum síðan í seinni heimsstyrjöldinni og um 2 milljarðar manna, eða fjórðungur mankyns, verða fyrir áhrifum þeirra.“ – Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna, 26. janúar 2023.
Stríðsátök geysa meðal annars í Ísrael, Gasa, Sýrlandi, Aserbaísjan, Úkraínu, Súdan, Eþíópíu, Níger, Mjanmar og Haítí.a
Hvenær munu átökin hætta? Geta þjóðarleiðtogar komið á friði? Hvað segir Biblían?
Heimsstyrjöld
Átökin sem við sjáum í heiminum núna benda til þess að öll stríð muni bráðum taka enda. Þessi stríð uppfylla spádóm Biblíunnar um þá tíma sem við lifum á. Biblían kallar þá „lokaskeið þessarar heimsskipanar“. – Matteus 24:3.
„Þið munuð frétta af stríðsátökum í grennd og í fjarska … Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki.“ – Matteus 24:6, 7.
Lestu greinina „Hvert er tákn hinna ‚síðustu daga‘ eða ‚tíma endalokanna‘?“ til að sjá hvernig þau stríð sem við sjáum í dag uppfylla spádóma Biblíunnar.
Stríð sem bindur enda á öll stríð
Biblían segir fyrir um endalok stríðsátaka. Hvernig mun það gerast? Menn koma því ekki til leiðar heldur Harmagedón, það er að segja ‚stríðið á hinum mikla degi Guðs hins almáttuga.‘ (Opinberunarbókin 16:14, 16) Þetta stríð opnar Guði leiðina til að uppfylla loforð sitt um varanlegan frið fyrir mennina. – Sálmur 37:10, 11, 29.
Lestu greinina „Hvað er stríðið við Harmagedón?“ til að fræðast meira um stríð Guðs sem mun binda enda á öll önnur stríð.
a ACLED Conflict Index, „Ranking violent conflict levels across the world,“ janúar 2024.