Mynd: Stringer/Getty Images
HALTU VÖKU ÞINNI
Stríð í Miðausturlöndum – hvað segir Biblían?
Heimurinn fylgist áhyggjufullur með átökunum sem snerta Bandaríkin, Ísrael og Íran. Eiga átökin eftir að breiðast út til margra fleiri landa? Geta stjórnvöld komið í veg fyrir frekari hörmungar og komið á varanlegum friði?
Þeir sem kannast við spádóma Biblíunnar velta kannski fyrir sér hvort þessi átök í Miðausturlöndum geti verið byrjunin á Harmagedónstríðinu sem talað er um í Opinberunarbókinni.
Hvað segir Biblían?
Munu stjórnvöld binda enda á stríð í Miðausturlöndum?
Í Biblíunni segir: „Treystið ekki valdamönnum né manni sem engum getur bjargað.“ – Sálmur 146:3.
Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort stjórnvöldum takist að stilla til friðar í Miðausturlöndum. En Biblían segir skýrt að enginn stjórnmálaleiðtogi, mannleg stjórn eða hópur fólks geti bundið enda á stríð og komið á varanlegum friði. Aðeins Guð getur ‚stöðvað stríð um alla jörð‘. – Sálmur 46:9.
Lestu tölublað Varðturnsins sem ber heitið „Stríð hverfa – hvernig?“ til að fræðast meira um það.
Er stríðið í Miðausturlöndum uppfylling á spádómi?
Í Biblíunni segir: „Þið munuð frétta af stríðsátökum í grennd og í fjarska … Þjóð mun ráðast gegn þjóð og ríki gegn ríki.“ – Matteus 24:6, 7.
Átökin í Miðausturlöndum núna er enn einn atburður sem markar „lokaskeið þessarar heimsskipanar“ sem sannar að við lifum á „síðustu dögum“. (Matteus 24:3; 2. Tímóteusarbréf 3:1) Þau stríð sem geisa núna gefa til kynna að Guð muni bráðlega taka í taumana og binda enda á stríð og önnur vandamál sem þjaka mannkynið.
Lestu greinina „Hvert er tákn hinna ‚síðustu daga‘ eða ‚tíma endalokanna‘?“ til að fræðast meira um það.
Hefst Harmagedón í Miðausturlöndum?
Í Biblíunni segir: „Þær söfnuðu þeim saman á staðinn sem á hebresku kallast Harmagedón.“ – Opinberunarbókin 16:16.
Stríðið við Harmagedón er ekki stríð sem hefst í Miðausturlöndum á milli stjórna manna. Það er stríð á milli allra mannlegra stjórna og Guðs og það mun hafa áhrif á allan heiminn.
Lestu greinina „Hvað er stríðið við Harmagedón?“ til að fræðast meira um það.
Hvað getur gefið okkur hugarfrið á kvíðvænlegum tímum?
Í Biblíunni segir: „Verið ekki áhyggjufull út af neinu heldur segið Guði frá öllu sem ykkur liggur á hjarta með því að biðja innilega til hans og þakka honum.“ – Filippíbréfið 4:6.
Jehóvaa Guð vill að við biðjum til sín. Guð ber umhyggju fyrir okkur og hlustar þess vegna á bænir okkar og hjálpar okkur að takast á við áhyggjurnar. (1. Pétursbréf 5:7) Hann gerir það meðal annars með því að hjálpa okkur að skilja af hverju það eru enn þá stríð, hvernig þau taka enda og hvað hann ætlar að gera til að þurrka út þjáningarnar og sársaukann. – Opinberunarbókin 21:3, 4.
Lestu greinina „Getum við fundið huggun í Biblíunni?“ til að fræðast meira um það hvernig Guð hjálpar okkur.
a Jehóva er nafn Guðs. – Sálmur 83:18.