NASA Photo
HALTU VÖKU ÞINNI
Er til traust stjórn sem getur ríkt yfir jörðinni? – Hvað segir Biblían?
Ríkisstjórnir um allan heim eru í uppnámi. Jafnvel í löndum sem eru þekkt fyrir stöðugleika hafa ríkisstjórnir komist í vanda vegna hneykslismála, kosninga þar sem mjótt er á munum, sundrungar og heiftarlegra mótmæla þegnanna.
Biblían bendir á að til sé ein stjórn sem er traust. Líklega hefur þú þegar heyrt af þessari stjórn. Það er stjórnin sem Jesús Kristur nefndi í faðirvorinu.
„Þannig skuluð þið biðja: ‚Faðir okkar á himnum, við biðjum að nafn þitt helgist. Við biðjum að ríki þitt komi og vilji þinn verði á jörð eins og á himni.‘“ – Matteus 6:9, 10.
Hvað segir Biblían um þetta ríki?
Ríkið – traust stjórn
Ríkið hefur aðsetur á himnum.
Jesús kallaði þetta ríki „himnaríki“. (Matteus 4:17; 5:3, 10, 19, 20) Þess vegna sagði hann: „Ríki mitt tilheyrir ekki þessum heimi.“ – Jóhannes 18:36.
Ríkið mun koma í stað stjórna manna.
Í Biblíunni segir: „Þetta ríki … molar öll þessi ríki og gerir þau [stjórnir manna] að engu en það eitt mun standa að eilífu.“ – Daníel 2:44.
Jesús Kristur er konungur þessa ríkis og því verður aldrei eytt.
Í Biblíunni segir: „Stjórn hans er eilíf stjórn sem líður aldrei undir lok og ríki hans verður aldrei eytt.“ – Daníel 7:13, 14.
Ríkið mun færa jarðarbúum frið og öryggi.
Í Biblíunni segir: „Hver og einn mun sitja undir sínum vínviði og sínu fíkjutré og enginn mun hræða þá.“ – Míka 4:4.
Lærðu meira um ríkið
Þegar Jesús var á jörðinni varði hann mestum tíma sínum í að ‚boða fagnaðarboðskapinn um ríkið‘. (Matteus 9:35) Hann sagði líka fyrir:
„Fagnaðarboðskapurinn um ríkið verður boðaður um alla jörðina til að allar þjóðir fái að heyra hann, og síðan kemur endirinn.“ – Matteus 24:14.
Um þessar mundir er fagnaðarboðskapurinn um ríkið boðaður í meira en 240 löndum. Við hvetjum þig til að fræðast meira um þetta ríki og það hvernig þú getur haft gagn af stjórn þess.
Horfðu á myndbandið Hvað er ríki Guðs?