Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwwd grein 2
  • Ómsjá höfrungsins

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Ómsjá höfrungsins
  • Býr hönnun að baki?
  • Svipað efni
  • Undraverð skilningarvit dýranna
    Vaknið! – 2003
  • Hvað getum við lært af sköpunarverki Guðs?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1988
  • Hver varð fyrri til?
    Lífið — varð það til við þróun eða sköpun?
Býr hönnun að baki?
ijwwd grein 2
Höfrungur

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Ómsjá höfrungsins

Höfrungar gefa frá sér smelli og blísturhljóð og hlusta síðan eftir bergmáli þeirra til að rannsaka og rata í umhverfi sínu. Stökkull (Tursiops truncatus) er höfrungur sem hefur veitt vísindamönnum innblástur til að þróa hljóðeðlisfræðilegt neðansjávarkerfi til að leysa vandamál sem hefur ekki verið tæknilega mögulegt hingað til.

Hugleiddu þetta: Ómsjá höfrungsins gerir honum kleyft að finna fisk sem er falinn í sandinum á sjávarbotni og finna muninn á fisk og steini. Samkvæmt Keith Brown, dósent við Heriot-Watt-háskóla í Edinborg, Skotlandi, getur höfrungurinn einnig „fundið muninn á ílátum sem innihalda ferskvatn, saltvatn, síróp og olíu úr tíu metra fjarlægð“. Vísindamenn vilja þróa tæki sem hefur sömu getu.

Höfrungur notar ómsjá til að rannsaka innihald tunnu

Úr tíu metra fjarlægð geta höfrungar vitað hvað ílát innihalda.

Vísindamenn rannsökuðu hljóð og heyrn höfrungsins og reyndu síðan að líkja eftir því. Árangurinn var ómsjá með háþróaðan rafeindabúnað sem kemst inn í sívalning sem er styttri en einn metri á lengd. Tækið sem er tengt við neðansjávar sjálfstýrt farartæki sem líkist tundurskeyti var hannað til að rannsaka sjávarbotninn, finna niðurgrafna hluti eins og kapla og lagnir og rannsaka þá án þess að komast í beina snertingu við þá. Hönnuðir tækisins sjá fyrir sér að þetta nýtist olíu- og gasiðnaðinum. Ómsjáin sem er gerð eftir ómsjá höfrungsins ætti að auka möguleikana á upplýsingaöflun miðað við núverandi ómsjár. Tæknimenn fá hjálp til að setja neðansjávartæki á sem bestan stað, koma auga á skemmdir eins og hárfínar sprungur í undirstöðum á olíuborpöllum og jafnvel til að finna stíflur í leiðslum.

Hvað heldur þú? Þróaðist ómsjá höfrungsins? Eða býr hönnun að baki?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila