Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 89
  • Hvernig get ég hætt að hugsa um kynlíf?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig get ég hætt að hugsa um kynlíf?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvers vegna skiptir þetta máli?
  • Hvers vegna er þetta svona erfitt?
  • Það sem þú getur gert
  • Ræðið um kynferðismál við börnin ykkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
  • Hvernig get ég útskýrt afstöðu mína til kynlífs?
    Ungt fólk spyr
  • Eru munnmök það sama og kynmök?
    Ungt fólk spyr
  • Hvernig get ég hætt að hugsa svona mikið um kynlíf?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 89
Unglingsdrengur með ögrandi auglýsingar allt í kringum sig. Unglingsstúlka fylgist með pari fyrir utan kvikmyndahús sem sýnir rómantískar myndir.

UNGT FÓLK SPYR

Hvernig get ég hætt að hugsa um kynlíf?

„Kynferðislegar hugsanir sækja stundum að mér upp úr þurru og þá get ekki hugsað um neitt annað. Það er eins og heili einhvers annars sé í höfðinu á mér.“ – Vera.

„Það virðist ómögulegt að stjórna kynlífshugsunum. Ég gæti alveg eins farið að blaka höndunum og vonast til að geta flogið.“ – John.

Ert þú í svipuðum sporum og Vera og John? Þá getur þessi grein hjálpað þér.

  • Hvers vegna skiptir þetta máli?

  • Hvers vegna er þetta svona erfitt?

  • Það sem þú getur gert

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Hvers vegna skiptir þetta máli?

„Frændi minn sagði að Guð hefði ekki skapað okkur með löngunina í kynlíf ef hann vildi ekki að við fullnægðum henni,“ segir ungur maður sem heitir Alex.

Það sem frændi Alex sagði er að hluta til rétt – Guð gaf okkur vissulega kynhvöt og það af góðri ástæðu. Mannkynið varð til vegna hæfileikans til að geta af sér afkvæmi. Hvers vegna skiptir þá máli hvort maður hugsar um kynlíf eða ekki? Hér koma tvær góðar ástæður fyrir því:

  • Biblían kennir að Guð vill að aðeins maður og kona sem eru hjón stundi kynlíf. – 1. Mósebók 1:28; 2:24.

    Ef þú ert einhleypur og virðir mælikvarða Guðs mun það bara gera þér erfitt fyrir að hugsa um kynlíf. Þú gætir jafnvel freistast til að láta undan og sofa hjá – það er ákvörðun sem margir hafa séð eftir.

  • Að hafa stjórn á kynferðislegum hugsunum tengist mjög mikilvægum eiginleika – sjálfstjórn. – 1. Korintubréf 9:25.

Þessi eiginleiki hjálpar þér að ná árangri í lífinu, bæði núna og í framtíðinni. Rannsókn ein leiddi reyndar í ljós að þeir sem sýna sjálfstjórn á barnsaldri séu ólíklegri til að glíma við heilsufarsvanda eða hafa áhyggjur af peningum og komist síður í kast við lögin.a

Hvers vegna er þetta svona erfitt?

Hormón – og sú staðreynd að fólk í heiminum er með kynlíf á heilanum – geta gert þér erfitt fyrir að hugsa um annað en kynlíf.

„Það virðist sem allir sjónvarpsþættir sýni kynlíf utan hjónabands í jákvæðu ljósi og að það hafi engar slæmar afleiðingar í för með sér. Það er auðvelt að dvelja við óviðeigandi hugsanir þegar látið er líta út fyrir að kynferðislegt siðleysi hafi engar afleiðingar.“ – Ruth.

„Í vinnunni heyri ég mikið talað um kynlíf og það vekur forvitni hjá mér. Kynferðislegt siðleysi er talið svo eðlilegt að það er erfitt að líta á það sem eitthvað rangt.“ – Nicole.

„Það er auðvelt að sofna á verðinum þegar maður er að fletta í gegnum myndir á samfélagsmiðlum. Ein kynferðisleg mynd getur brennt sig fast í huga manns og það getur verið nánast ómögulegt að gleyma henni.“ – Maria.

Ástæður sem þessar fá þig kannski til að líða eins og Páli postula. Hann skrifaði: „Þegar ég vil gera það sem er rétt hef ég tilhneigingu til að gera það sem er illt.“ – Rómverjabréfið 7:21.

Rangar hugsanir hreiðra um sig í huga flestra unglinga eins og fuglar á hreiðri. Einn unglingur leyfir röngum hugsunum ekki að hreiðra um sig.

Leyfðu ekki röngum hugsunum að hreiðra um sig í huganum.

Það sem þú getur gert

Beindu huganum annað. Reyndu að einbeita þér að einhverju öðru en kynlífi. Það gæti verið áhugamál, íþrótt, æfingar eða annað sem þú hefur áhuga á. „Það hjálpar að lesa í Biblíunni,“ segir ung kona sem heitir Valerie. „Biblían hefur að geyma hugsanir sem eru æðri manns eigin hugsunum og þegar maður hefur þær í huga er ekki pláss fyrir mikið annað.“

Kynferðislegar hugsanir geta að vísu komið upp í hugann. En þú ræður hvað þú gerir við þessar hugsanir. Þú getur losað þig við þær en þú verður að velja það.

„Ef hugsanir um kynlíf koma upp í huga mér þvinga ég sjálfa mig til að hugsa um eitthvað annað. Ég reyni líka að koma auga á hvað það var sem kveikti þessar kynferðislegu hugsanir – hvort það hafi verið lag sem ég þarf að eyða úr lagalistanum mínum eða mynd sem ég þarf að eyða.“ – Helena.

Meginregla Biblíunnar: „Allt sem er rétt, allt sem er [siðferðilega] hreint ... hugsið um það.“ – Filippíbréfið 4:8.

Veldu þér góða vini. Það verður erfitt að hætta að hugsa um kynlíf ef vinir þínir eru alltaf að tala um það.

„Stór þáttur í því að ég átti erfitt með að hafa stjórn á hugsunum mínum þegar ég var unglingur var að ég átti vini sem töluðu mikið um kynlíf. Þegar maður umgengst fólk sem hvetur aðra til að láta undan siðlausum löngunum fer maður að einblína á tilfinningar sínar – og það bætir bara olíu á eldinn.“ – Sarah.

Meginregla Biblíunnar: „Eigðu samneyti við vitra menn, þá verður þú vitur, en illa fer þeim sem leggur lag sitt við heimskingja.“ – Orðskviðirnir 13:20.

Forðastu óviðeigandi afþreyingu. Það fer ekki fram hjá neinum að kynlíf er mjög áberandi í skemmtanaiðnaðinum. „Tónlist hefur mestu áhrifin á mig,“ segir Nicole. „Hún getur kveikt svo sterkar langanir hjá mér að mér finnst þær yfirbuga mig.“

„Ég byrjaði að horfa á kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem innihalda kynferðislegt efni. Áður en ég vissi af var ég farin að hugsa mikið um kynlíf. Það var ekki erfitt að rekja þessar hugsanir. Ég hugsaði ekki eins mikið um kynlíf eftir að ég hætti að horfa á þessar myndir og þætti. Það er miklu auðveldara að forðast óviðeigandi hugsanir þegar maður vandar val sitt á afþreyingarefni.“ – Joanne.

Meginregla Biblíunnar: „Kynferðislegt siðleysi og hvers kyns óhreinleiki eða ágirnd á ekki einu sinni að koma til tals meðal ykkar.“ – Efesusbréfið 5:3.

Kjarni málsins: Sumum finnst kynhvötin svo mikilvæg að þeir ættu ekki – og geti ekki – stjórnað henni. En Biblían segir annað. Guð sýnir okkur heiður þegar hann segir í Biblíunni að við getum haft stjórn á hugsunum okkar.

Meginregla Biblíunnar: ,Haldið áfram að endurnýja hugsunarhátt ykkar.‘ – Efesusbréfið 4:23.

Hvað segja jafnaldrarnir?

Tyler

„Afþreyingarefni virðist vera hannað þannig að það kyndi undir siðlausar hugsanir. Við ættum að reyna eftir bestu getu að vanda val okkar á vinum og því sem við horfum á. Við ættum að forðast að koma okkur í aðstæður sem vekja upp rangar langanir.“ – Tyler

Yaditsy

„Maður getur sýnt sjálfstjórn með því að hafa góða reglu á biblíulestri og sjálfsnámi og vera dugleg að biðja. Þegar óviðeigandi hugsanir eru orðnar vandamál hjá einhverjum er það venjulega vegna þess að hann hefur vanrækt þessi atriði.“ – Yadi.

Til upprifjunar: Hvernig get ég hætt að hugsa um kynlíf?

  1. Beindu huganum annað.

  2. Veldu þér góða vini.

  3. Forðastu óviðeigandi afþreyingu.

Til umhugsunar: Á hvaða sviði geturðu bætt þig?

a Hjón þurfa líka að sýna sjálfstjórn – það er önnur ástæða fyrir því að þú ættir að þroska þennan eiginleika meðan þú ert einhleypur.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila