Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • 2. Mósebók 37
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

2. Mósebók – yfirlit

      • Smíði arkarinnar (1–9)

      • Borðið (10–16)

      • Ljósastikan (17–24)

      • Reykelsisaltarið (25–29)

2. Mósebók 37:1

Neðanmáls

  • *

    Alin jafngilti 44,5 cm. Sjá viðauka B14.

Millivísanir

  • +2Mó 31:2–5; 38:22
  • +2Mó 40:3; 4Mó 10:33
  • +2Mó 25:10–15

2. Mósebók 37:2

Neðanmáls

  • *

    Eða „skrautlista“.

Millivísanir

  • +Heb 9:4

2. Mósebók 37:4

Millivísanir

  • +2Kr 5:9

2. Mósebók 37:5

Millivísanir

  • +Jós 3:8

2. Mósebók 37:6

Millivísanir

  • +3Mó 16:2, 14; 1Kr 28:11
  • +2Mó 25:17–20

2. Mósebók 37:7

Millivísanir

  • +1Mó 3:24
  • +2Mó 40:20

2. Mósebók 37:9

Millivísanir

  • +Heb 9:5
  • +1Sa 4:4; Sl 80:1

2. Mósebók 37:10

Millivísanir

  • +2Mó 40:4
  • +2Mó 25:23–28

2. Mósebók 37:11

Neðanmáls

  • *

    Eða „skrautlista“.

2. Mósebók 37:12

Neðanmáls

  • *

    7,4 cm. Sjá viðauka B14.

  • *

    Eða „skrautlista úr gulli“.

2. Mósebók 37:16

Millivísanir

  • +2Mó 25:29

2. Mósebók 37:17

Millivísanir

  • +2Mó 40:24; 3Mó 24:4; 2Kr 13:11
  • +2Mó 25:31–39

2. Mósebók 37:23

Neðanmáls

  • *

    Eða „tangirnar“.

Millivísanir

  • +4Mó 8:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Nýheimsþýðingin, bls. 1636-1637

2. Mósebók 37:24

Neðanmáls

  • *

    Talenta jafngilti 34,2 kg. Sjá viðauka B14.

2. Mósebók 37:25

Millivísanir

  • +2Mó 30:7; 40:5; Sl 141:2; Op 8:3
  • +2Mó 30:1–5

2. Mósebók 37:26

Neðanmáls

  • *

    Eða „skrautlista“.

2. Mósebók 37:27

Neðanmáls

  • *

    Eða „skrautlistann“.

2. Mósebók 37:29

Neðanmáls

  • *

    Eða „að hætti smyrslagerðarmanna“.

Millivísanir

  • +2Mó 30:25, 33; 40:9
  • +2Mó 30:34, 35; Sl 141:2

Almennt

2. Mós. 37:12Mó 31:2–5; 38:22
2. Mós. 37:12Mó 40:3; 4Mó 10:33
2. Mós. 37:12Mó 25:10–15
2. Mós. 37:2Heb 9:4
2. Mós. 37:42Kr 5:9
2. Mós. 37:5Jós 3:8
2. Mós. 37:63Mó 16:2, 14; 1Kr 28:11
2. Mós. 37:62Mó 25:17–20
2. Mós. 37:71Mó 3:24
2. Mós. 37:72Mó 40:20
2. Mós. 37:9Heb 9:5
2. Mós. 37:91Sa 4:4; Sl 80:1
2. Mós. 37:102Mó 40:4
2. Mós. 37:102Mó 25:23–28
2. Mós. 37:162Mó 25:29
2. Mós. 37:172Mó 40:24; 3Mó 24:4; 2Kr 13:11
2. Mós. 37:172Mó 25:31–39
2. Mós. 37:234Mó 8:2
2. Mós. 37:252Mó 30:7; 40:5; Sl 141:2; Op 8:3
2. Mós. 37:252Mó 30:1–5
2. Mós. 37:292Mó 30:25, 33; 40:9
2. Mós. 37:292Mó 30:34, 35; Sl 141:2
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
Biblían – Nýheimsþýðingin
2. Mósebók 37:1–29

Önnur Mósebók

37 Besalel+ gerði síðan örkina+ úr akasíuviði. Hún var tvær og hálf alin* á lengd, ein og hálf alin á breidd og ein og hálf alin á hæð.+ 2 Hann lagði hana hreinu gulli bæði að utan og innan og gerði kant* úr gulli hringinn í kring.+ 3 Hann steypti fjóra hringi úr gulli og festi þá fyrir ofan fætur hennar fjóra, tvo á aðra hliðina og tvo á hina. 4 Eftir það gerði hann stangir úr akasíuviði og lagði þær gulli.+ 5 Hann renndi stöngunum gegnum hringina báðum megin á örkinni svo að hægt væri að bera hana.+

6 Hann gerði lokið úr hreinu gulli.+ Það var tvær og hálf alin á lengd og ein og hálf alin á breidd.+ 7 Síðan gerði hann tvo kerúba+ úr gulli, mótaða með hamri, og setti á báða enda loksins.+ 8 Annar kerúbinn var á öðrum endanum og hinn á hinum. Hann setti þá hvorn á sinn enda loksins. 9 Kerúbarnir breiddu út vængina upp á við svo að þeir skyggðu á lokið með vængjunum.+ Þeir sneru hvor að öðrum og andlit þeirra sneru að lokinu.+

10 Hann gerði borðið úr akasíuviði.+ Það var tvær álnir á lengd, ein alin á breidd og ein og hálf alin á hæð.+ 11 Hann lagði það hreinu gulli og gerði kant* úr gulli hringinn í kring. 12 Síðan gerði hann þverhandarbreiðan* lista hringinn í kring og gullkant* á listann. 13 Hann steypti fjóra hringi úr gulli og setti þá á hornin fjögur þar sem fæturnir voru festir. 14 Hringirnir til að halda stöngunum sem átti að bera borðið með voru þétt við listann. 15 Hann gerði burðarstangirnar úr akasíuviði og lagði þær gulli. 16 Hann gerði líka áhöldin sem tilheyrðu borðinu úr hreinu gulli – fötin, bikarana, skálarnar og könnur undir drykkjarfórnirnar.+

17 Síðan gerði hann ljósastikuna+ úr hreinu gulli og mótaði hana með hamri. Stallurinn, fóturinn, blómbikararnir, blómhnapparnir og blómin voru úr heilu stykki.+ 18 Sex armar gengu út frá fætinum, þrír öðrum megin og þrír hinum megin. 19 Á hverjum armi voru þrír bikarar í lögun eins og möndlublóm, og milli þeirra hnappar og blóm. Armarnir voru eins báðum megin. Þannig gengu allir sex armarnir út frá fæti ljósastikunnar. 20 Og á fæti hennar voru fjórir bikarar í lögun eins og möndlublóm, og milli þeirra voru hnappar og blóm. 21 Undir fyrstu tveim örmunum sem gengu út frá fætinum var blómhnappur, undir næstu tveim örmum var blómhnappur og sömuleiðis var blómhnappur undir síðustu tveim örmunum. Undir öllum sex örmunum sem gengu út frá fætinum var blómhnappur. 22 Hnapparnir, armarnir og öll ljósastikan var mótuð með hamri úr heilu stykki af hreinu gulli. 23 Hann gerði líka sjö lampa ljósastikunnar,+ ljósaskærin* og eldpönnurnar úr hreinu gulli. 24 Hann gerði ljósastikuna og öll áhöld hennar úr talentu* af hreinu gulli.

25 Nú gerði hann reykelsisaltarið+ úr akasíuviði. Það var ferningslaga, alin á lengd, alin á breidd og tvær álnir á hæð. Hornin voru úr sama planka og altarið.+ 26 Hann lagði það hreinu gulli, plötuna, allar hliðarnar og hornin, og gerði kant* úr gulli hringinn í kring. 27 Hann gerði tvo gullhringi fyrir neðan kantinn* báðum megin til að halda burðarstöngunum. 28 Eftir það gerði hann stangirnar úr akasíuviði og lagði þær gulli. 29 Hann gerði líka heilögu smurningarolíuna+ og hreina ilmreykelsið+ og blandaði það fagmannlega.*

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila