Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Dómarabókin 19
  • Biblían – Nýheimsþýðingin

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

Dómarabókin – yfirlit

      • Kynferðisbrot Benjamíníta í Gíbeu (1–30)

Dómarabókin 19:1

Millivísanir

  • +1Sa 8:4, 5
  • +Jós 17:14, 15
  • +1Mó 35:19; Mík 5:2

Dómarabókin 19:10

Millivísanir

  • +Jós 15:8, 63; 18:28; Dóm 1:8

Dómarabókin 19:12

Millivísanir

  • +Jós 18:28

Dómarabókin 19:13

Millivísanir

  • +Jós 18:21, 25

Dómarabókin 19:15

Millivísanir

  • +1Mó 19:2

Efnislykill

  • Efnislykillinn

    Varðturninn,

    1.2.2005, bls. 21

Dómarabókin 19:16

Millivísanir

  • +Dóm 19:1
  • +Jós 18:21, 28

Dómarabókin 19:18

Neðanmáls

  • *

    Eða hugsanl. „og ég þjóna í húsi Jehóva“.

Millivísanir

  • +Dóm 19:1, 2

Dómarabókin 19:19

Millivísanir

  • +1Mó 24:32
  • +1Mó 18:5; 19:3

Dómarabókin 19:22

Millivísanir

  • +1Mó 19:4, 5; 3Mó 20:13; Róm 1:27; 1Kor 6:9, 10; Júd 7

Dómarabókin 19:24

Neðanmáls

  • *

    Eða „misnotað þær og gert það sem þið teljið best“.

Millivísanir

  • +1Mó 19:6–8

Dómarabókin 19:25

Millivísanir

  • +Dóm 19:2

Dómarabókin 19:30

Millivísanir

  • +Dóm 20:7

Almennt

Dóm. 19:11Sa 8:4, 5
Dóm. 19:1Jós 17:14, 15
Dóm. 19:11Mó 35:19; Mík 5:2
Dóm. 19:10Jós 15:8, 63; 18:28; Dóm 1:8
Dóm. 19:12Jós 18:28
Dóm. 19:13Jós 18:21, 25
Dóm. 19:151Mó 19:2
Dóm. 19:16Dóm 19:1
Dóm. 19:16Jós 18:21, 28
Dóm. 19:18Dóm 19:1, 2
Dóm. 19:191Mó 24:32
Dóm. 19:191Mó 18:5; 19:3
Dóm. 19:221Mó 19:4, 5; 3Mó 20:13; Róm 1:27; 1Kor 6:9, 10; Júd 7
Dóm. 19:241Mó 19:6–8
Dóm. 19:25Dóm 19:2
Dóm. 19:30Dóm 20:7
  • Biblían – Nýheimsþýðingin
  • 1
  • 2
  • 3
  • 4
  • 5
  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15
  • 16
  • 17
  • 18
  • 19
  • 20
  • 21
  • 22
  • 23
  • 24
  • 25
  • 26
  • 27
  • 28
  • 29
  • 30
Biblían – Nýheimsþýðingin
Dómarabókin 19:1–30

Dómarabókin

19 Í þá daga, þegar enginn konungur var í Ísrael,+ bjó Levíti nokkur á afskekktum stað í fjalllendi Efraíms.+ Hann tók sér hjákonu frá Betlehem+ í Júda. 2 En hjákonan var honum ótrú og hún fór frá honum og flutti heim til föður síns í Betlehem í Júda. Þar var hún í fjóra mánuði. 3 Þá fór maðurinn hennar á eftir henni til að telja hana á að snúa aftur. Hann tók þjón sinn og tvo asna með sér. Þegar hann kom bauð hún honum inn í hús föður síns. Faðir hennar varð glaður að sjá hann. 4 Tengdafaðir hans, faðir ungu konunnar, taldi hann á að staldra við hjá sér í þrjá daga. Þeir átu og drukku og hann gisti þar.

5 Á fjórða degi voru þau snemma á fótum og ætluðu að leggja af stað en faðir ungu konunnar sagði við tengdason sinn: „Viltu ekki fá þér að borða og safna kröftum áður en þið leggið af stað?“ 6 Þeir settust þá niður og átu og drukku. Síðan sagði faðir ungu konunnar: „Viltu ekki gista í nótt og hafa það notalegt?“ 7 Þegar maðurinn stóð upp og ætlaði að fara þrábað tengdafaðirinn hann að gista eina nótt í viðbót svo að hann gerði það.

8 Á fimmta degi fór hann snemma á fætur og ætlaði að leggja af stað en faðir ungu konunnar sagði: „Fáðu þér að borða og safnaðu kröftum.“ Og þeir sátu kyrrir og borðuðu langt fram eftir degi. 9 Þegar maðurinn stóð upp og ætlaði að leggja af stað með hjákonu sinni og þjóni sagði tengdafaðirinn: „Það er að koma kvöld. Viljið þið ekki vera eina nótt í viðbót? Það fer bráðum að dimma. Viljið þið ekki gista í nótt og hafa það notalegt? Á morgun getið þið lagt snemma af stað og haldið heimleiðis.“ 10 En maðurinn vildi ekki gista enn eina nótt svo að hann lagði af stað og náði til Jebús, það er að segja Jerúsalem.+ Hann hafði með sér asnana tvo, hjákonu sína og þjóninn.

11 Þegar þau nálguðust Jebús var orðið framorðið. Þjónninn sagði þá við húsbónda sinn: „Eigum við að fara inn í þessa Jebúsítaborg og gista þar?“ 12 En húsbóndi hans svaraði: „Við skulum ekki staldra við í borg sem tilheyrir útlendingum en ekki Ísraelsmönnum. Höldum áfram til Gíbeu.“+ 13 Síðan bætti hann við: „Við skulum reyna að komast til Gíbeu eða Rama+ og gista á öðrum hvorum staðnum.“ 14 Þau héldu áfram og sólin var að setjast þegar þau nálguðust Gíbeu en hún tilheyrir Benjamín.

15 Þau fóru inn í Gíbeu til að gista þar. Þau fengu sér sæti á torginu en enginn bauð þeim að gista um nóttina.+ 16 Seint um kvöldið var gamall maður á heimleið frá vinnu úti á akrinum. Hann var frá fjalllendi Efraíms+ og bjó tímabundið í Gíbeu en borgarbúar voru Benjamínítar.+ 17 Gamli maðurinn leit upp og sá ferðamanninn á torginu. „Hvaðan kemurðu og hvert ertu að fara?“ spurði hann. 18 Hinn svaraði: „Við erum á leið frá Betlehem í Júda á afskekktan stað í fjalllendi Efraíms. Ég er þaðan. Ég fór til Betlehem í Júda+ og er á leið til húss Jehóva* en enginn hefur boðið mér heim til sín. 19 Við höfum nóg af hálmi og fóðri handa ösnunum+ og erum með brauð+ og vín handa okkur konunni og þjóninum. Okkur vantar ekki neitt.“ 20 En gamli maðurinn sagði: „Friður sé með þér. Leyfðu mér að sjá fyrir öllu sem þú þarft. Þú mátt alls ekki vera hér á torginu í nótt.“ 21 Hann fór með þau heim til sín og gaf ösnunum. Síðan þvoðu þau fætur sína og átu og drukku.

22 Meðan þau sátu þar og höfðu það notalegt komu nokkrir ónytjungar úr borginni, umkringdu húsið og börðu á hurðina. Þeir hrópuðu til gamla mannsins sem átti húsið: „Komdu út með manninn sem er hjá þér svo að við getum haft kynmök við hann.“+ 23 Húseigandinn fór þá út og sagði við þá: „Nei, bræður mínir, ekki fremja slíkt ódæðisverk. Þessi maður er gestur í húsi mínu. Fremjið ekki þessa svívirðu. 24 Hér eru dóttir mín, sem er hrein mey, og hjákona mannsins. Ég skal koma með þær út og þið getið svívirt þær ef það er það sem þið viljið.*+ En þið megið ekki fremja þessa svívirðu gagnvart manninum.“

25 En mennirnir hlustuðu ekki á hann. Levítinn þreif þá í hjákonu sína+ og ýtti henni út til þeirra. Þeir nauðguðu henni og misþyrmdu alla nóttina, allt til morguns. Í dögun slepptu þeir henni. 26 Snemma um morguninn kom konan að húsi mannsins þar sem húsbóndi hennar var. Hún féll til jarðar við innganginn og lá þar þangað til bjart var orðið. 27 Húsbóndi hennar fór á fætur um morguninn, opnaði dyrnar og ætlaði að halda ferð sinni áfram. Hann sá þá hjákonu sína liggja við dyrnar með hendurnar á þröskuldinum. 28 Hann sagði við hana: „Stattu upp, við skulum fara,“ en fékk ekkert svar. Hann lagði hana þá upp á asnann og hélt af stað heim til sín.

29 Þegar hann kom heim náði hann í sláturhníf, tók hjákonu sína og bútaði hana sundur í 12 hluta og sendi til allra ættkvísla Ísraels. 30 Allir sem sáu það sögðu: „Annað eins hefur aldrei gerst né sést frá því að Ísraelsmenn yfirgáfu Egyptaland allt fram á þennan dag. Hugleiðið þetta, leggið á ráðin+ og segið okkur hvað við eigum að gera.“

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila