SÖNGUR 113
Friðurinn sem við njótum
Prentuð útgáfa
1. Drottni friðar fylgjum við,
fögnum einingu.
Styrjalda mun stöðva klið,
stuðla’ að hamingju.
Friðarkóngur Kristur er,
knúinn sannleiksást.
Hann með fullan sigur fer,
friður mun þá nást.
2. Reiði höfum aflagt, eytt,
elda deilna kæft.
Vondum vopnum höfum breytt,
vélráðin öll svæft.
Til að fá Guðs friðarkrans
fyrirgefum við.
Friðsöm mun hjörð frelsarans
fá Guðs vernd og grið.
3. Friður Guðs hann segir sitt,
sannar blessun hans.
Hegðun góð hann getur hyllt,
góðvild kristins manns.
Við með breytni veitum svör,
verjum friðarbraut.
Þar til ríkið ræður för,
ryður burtu þraut.
(Sjá einnig Sálm 46:10; Jes. 2:4; Jak. 3:17, 18.)