FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | SÁLMAR 102-105
Jehóva minnist þess að við erum mold
Davíð notaði myndmál til að lýsa miskunn Jehóva.
Á sama hátt og við meðtökum ekki alveg fjarlægðina milli stjörnuhiminsins og jarðarinnar getum við ekki skilið til hlítar hversu langt trúfastur kærleikur Jehóva nær.
Jehóva hefur tekið syndir okkar eins langt frá okkur og hægt er að ímynda sér eða eins langt og sólarupprásin er frá sólsetrinu.
Eins og faðir sýnir særðum syni sínum umhyggju, sýnir Jehóva þeim miskunn sem eru miður sín og iðrast synda sinna.