-
„Þetta á að verða“Varðturninn – 1999 | 1. júní
-
-
Samtíðarmenn áttu að sjá þrenginguna
11. Hvað sagði Jesús um ‚þessa kynslóð‘?
11 Margir Gyðingar voru þeirrar skoðunar að tilbeiðslukerfi þeirra með miðstöð í musterinu ætti sér langa framtíð. En Jesús sagði: „Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér, að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið allt þetta, að hann er í nánd, fyrir dyrum. Sannlega segi ég yður: Þessi kynslóð mun ekki líða undir lok, uns allt þetta er komið fram. Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða.“ — Matteus 24:32-35.
12, 13. Hvernig hafa lærisveinarnir skilið orð Jesú um ‚þessa kynslóð‘?
12 Á árunum fram til 66 hafa kristnir menn séð marga þætti þessa samsetta tákns uppfyllast — styrjaldir, hallæri og jafnvel umfangsmikla boðun fagnaðarerindisins um ríkið. (Postulasagan 11:28; Kólossubréfið 1:23) En hvenær myndi endirinn koma? Hvað átti Jesús við þegar hann sagði: „Þessi kynslóð [geneaʹ á grísku] mun ekki líða undir lok“? Jesús hafði oft kallað hinn andsnúna fjölda Gyðinga, sem voru samtíða honum, ‚vonda og ótrúa kynslóð,‘ þeirra á meðal trúarleiðtogana. (Matteus 11:16; 12:39, 45; 16:4; 17:17; 23:36) Þegar hann talaði enn á ný um ‚þessa kynslóð‘ á Olíufjallinu átti hann augljóslega ekki við allan hinn gyðinglega kynstofn mannkynssögunnar, og ekki átti hann heldur við fylgjendur sína þótt þeir væru kallaðir „útvalin kynslóð.“ (1. Pétursbréf 2:9) Jesús var ekki heldur að segja að „þessi kynslóð“ væri tímabil.
13 Jesús átti við andsnúna Gyðinga á þeim tíma sem myndu lifa uppfyllingu táknsins sem hann gaf. Prófessor Joel B. Green segir um ‚þessa kynslóð‘ í Lúkasi 21:32: „Í þriðja guðspjallinu er ‚þessi kynslóð‘ (og skylt orðalag) stöðugt notað um flokk manna sem veitir tilgangi Guðs mótstöðu . . . um fólk sem snýr þrjóskulega baki við tilgangi Guðs.“b
14. Hvað kom yfir ‚kynslóðina‘ en hvernig fór fyrir kristnum mönnum?
14 Hin vonda kynslóð andsnúinna Gyðinga, sem gat séð táknið uppfyllast, myndi einnig sjá endinn. (Matteus 24:6, 13, 14) Og það gerði hún svo sannarlega. Rómverski herinn sneri aftur árið 70 undir forystu Títusar, sonar Vespasíanusar keisara. Þjáningar Gyðinga, sem voru innikróaðir í borginni, eru nánast ólýsanlegar.c Flavíus Jósefus var sjónarvottur að atburðunum og hann segir að um 1.100.000 Gyðingar hafi látið lífið þegar Rómverjar eyðilögðu borgina, og að um 100.000 hafi verið teknir til fanga, en flestir þeirra hafi hlotið hryllilegan dauðdaga skömmu síðar, annaðhvort af völdum hungurs eða í rómverskum hringleikahúsum. Þrenging áranna 66-70 var svo sannarlega sú mesta sem Jerúsalem og gyðingakerfið hafði nokkurn tíma orðið fyrir og myndi verða fyrir. En kristnir menn höfðu hlýtt spádómlegri viðvörun Jesú og yfirgefið Jerúsalem eftir brotthvarf rómversku hersveitanna árið 66, og örlög þeirra urðu allt önnur. Smurðir kristnir menn, ‚hinir útvöldu,‘ ‚komust af‘ óhultir árið 70. — Matteus 24:16, 22.
-
-
„Þetta á að verða“Varðturninn – 1999 | 1. júní
-
-
b Breski fræðimaðurinn G. R. Beasley-Murray segir: „Orðin ‚þessi kynslóð‘ ættu ekki að vefjast fyrir biblíuskýrendum. Þótt genea hafi í grísku fyrr á tímum merkt fæðing, afkvæmi og þar af leiðandi kynstofn . . . er það oftast [í grísku Sjötíumannaþýðingunni] þýðing hebreska orðsins dôr sem merkir aldur, aldur mannkyns eða kynslóð í merkingunni samtíðarmenn. . . . Í orðum, sem eignuð eru Jesú, virðist hugtakið hafa tvíþætta merkingu: Annars vegar merkir það alltaf samtíðarmenn hans, og hins vegar gefur það alltaf til kynna gagnrýni.“
-