„Drepsóttir á einum stað af öðrum“
Með orðunum hér að ofan, sem er að finna í Lúkasi 21:11 samkvæmt Nýheimsþýðingunni, er gefið til kynna að vaxandi drepsóttir ættu að vera einn þáttur táknsins um hina síðustu daga. Í Opinberunarbókinni 6:8 eru þessar drepsóttir táknaðar með bleikum hesti sem skeiðar fram, fjórða hestinum í 6. kafla Opinberunarbókarinnar. Dálkahöfundurinn Lawrence Hall dró fram nokkur aðalatriði úr nýrri bók Andrews Nikiforuks sem heitir The Fourth Horseman: A Short History of Epidemics, Plagues, Famine and Other Scourges (Fjórði riddarinn: Saga farsótta, drepsótta, hungursneyða og annarra plága í stuttu máli). Grein Halls birtist í dagblaðinu Star-Ledger í Newark í New Jersey hinn 25. febrúar 1994. Hér koma nokkrar glefsur:
„Fjórði riddari Opinberunarbókarinnar þeysir yfir á þessum vonlausu tímum. Þrátt fyrir allar hinar frábæru tækninýjungar og framfarir læknavísindanna er mannkynið í hættu á fleiri en einn veg. Mörg fúkalyf, sem einu sinni voru talin undralyf, hafa ekki roð við ofursýklum nútímans . . .
‚Enda þótt . . . lyf og bóluefni geti skapað þá tálsýn að við höfum í fullu tré við sjúkdómana munu drepsóttir halda áfram að minna fjöldann á að yngstu vísindin [læknavísindin] eru enn með bleiu, og gera sennilega í hana að auki.‘ . . . Það er ekki ætlun mín að skjóta ykkur skelk í bringu, en myndlíkingin með fjórða riddarann er afskaplega raunveruleg. Berklar eru að færast í aukana á ný. Alnæmisveiran heldur áfram að drepa menn þúsundum saman ár hvert um heim allan . . . Aðrir sjúkdómar, svo sem taugaveiki, barnaveiki, kólera, miltisbrandur og malaría, vofa ógnandi yfir okkur — læknum og öllum almenningi til mikillar skelfingar . . .
Á sérhverju söguskeiði mannkynsins hafa komið fram nýir sjúkdómar . . . . Á endurreisnartímanum sýfilis, bólusótt barst til Ameríku með Kólumbusi og núna ógnar alnæmið okkur . . . . Enn eru nýjar plágur og farsóttir að brjótast út þegar mannkynið virðist vera að fara halloka í baráttunni við örverurnar . . . . . Fólki með veiklað ónæmiskerfi fjölgar.“ Nikiforuk segir einnig að „‚einhver mesta lygi 20. aldarinnar sé sú að fúkalyf, bóluefni og læknar hafi bjrgað okkur undan drepsóttum . . . .
Hve mörg sem við reynum getum við hvorki sigrað ofursýkillin, mútað riddaranum né látið sem við sjáum ekki óbreytanlega tilvist drepsótta í sögunni.‘“