Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • „Hann elskaði okkur að fyrra bragði“
    Nálgastu Jehóva
    • Mesta kærleiksverkið

      4. Hvernig uppgötvaði rómverskur hermaður að Jesús var enginn venjulegur maður, og að hvaða niðurstöðu komst hann?

      4 Rómverski hundraðshöfðinginn, sem sá um aftöku Jesú, var steini lostinn yfir myrkrinu sem skall á skömmu áður en Jesús dó og jarðskjálftanum mikla sem fylgdi í kjölfar þess. „Hann var sannarlega sonur Guðs,“ varð honum að orði. (Matteus 27:54) Jesús var greinilega enginn venjulegur maður. Hermaðurinn hafði átt þátt í að taka einkason hins hæsta Guðs af lífi! En hversu sterk var ást föðurins á syni sínum?

      5. Hvernig má lýsa þeim óralanga tíma sem Jehóva og sonur hans áttu saman á himni?

      5 Biblían kallar Jesú ‚frumburð alls sem er skapað‘. (Kólossubréfið 1:15) Hugsaðu þér – sonur Jehóva var til á undan alheiminum. Hversu lengi ætli faðir og sonur hafi verið saman? Sumir vísindamenn áætla að aldur alheimsins sé 13 milljarðar ára. Geturðu gert þér í hugarlund hve langur tími það er? Í stjörnuveri nokkru hefur verið sett upp 110 metra löng tímalína til að auðvelda fólki að glöggva sig á áætluðum aldri alheimsins. Hvert skref, sem gengið er eftir tímalínunni, svarar til um það bil 75 milljóna ára í sögu alheimsins. Öll mannkynssagan samsvarar svo einni hársbreidd við enda línunnar! Þó að við göngum út frá því að þetta sé rétt mat er öll tímalínan of stutt til að sýna ævi sonar Jehóva! Við hvað fékkst hann allan þennan tíma?

      6. (a) Við hvað fékkst sonur Jehóva áður en hann kom til jarðar? (b) Hvers konar bönd tengja Jehóva og son hans?

      6 Sonurinn þjónaði fúslega sem „listasmiður“ hjá föður sínum. (Orðskviðirnir 8:30) Biblían segir: „Án [sonarins] hefur ekki neitt orðið til.“ (Jóhannes 1:3) Jehóva og sonur hans sköpuðu því alla aðra hluti í sameiningu. Þetta hljóta að hafa verið spennandi og skemmtilegir tímar. Eins og margir vita eru kærleiksböndin milli foreldra og barna feikilega sterk. Og kærleikurinn er „fullkomið einingarband“. (Kólossubréfið 3:14) Við getum varla ímyndað okkur hve sterk bönd mynduðust milli Jehóva og sonar hans á þessum óralanga tíma. Það er ljóst að Jehóva Guð og sonur hans eru bundnir sterkustu kærleiksböndum sem hægt er að ímynda sér.

      7. Hvernig tjáði Jehóva tilfinningar sínar í garð Jesú við skírn hans?

      7 Engu að síður sendi Jehóva son sinn til jarðar til að fæðast sem mannsbarn. Það hafði í för með sér að hann þurfti að afneita sér um félagsskap sonar síns á himnum um nokkurra áratuga skeið. Ofan af himni fylgdist hann með því af brennandi áhuga hvernig Jesús óx úr grasi og varð fullkominn maður. Jesús lét skírast um þrítugt. Það er ekkert leyndarmál hvernig Jehóva leit á hann því að hann talaði persónulega af himni og sagði: „Þetta er sonur minn sem ég elska og hef velþóknun á.“ (Matteus 3:17) Það hlýtur að hafa glatt Jehóva ósegjanlega að sjá Jesú gera dyggilega allt sem spáð hafði verið um hann, allt sem hann var beðinn að gera. – Jóhannes 5:36; 17:4.

      8, 9. (a) Hvað þurfti Jesús að ganga í gegnum hinn 14. nísan árið 33 og hvaða áhrif hafði það á föður hans á himnum? (b) Hvers vegna leyfði Jehóva að sonur sinn þjáðist og dæi?

      8 En hvernig var Jehóva innanbrjósts hinn 14. nísan árið 33? Hvernig leið honum þegar Jesús var svikinn og handtekinn af múgi manna um kvöldið? Þegar vinir hans yfirgáfu hann og réttað var yfir honum með ólöglegum hætti? Þegar hann var hæddur, barinn og hrækt var á hann? Þegar hann var húðstrýktur svo að bakið á honum varð flakandi sár? Þegar hann var negldur á höndum og fótum á tréstaur og látinn hanga þar meðan fólk formælti honum? Hvernig var föðurnum innanbrjósts þegar ástkær sonur hans hrópaði til hans í kvöl sinni? Hvernig leið honum þegar Jesús dró andann í hinsta sinn og var ekki til í fyrsta skipti frá upphafi sköpunarinnar? – Matteus 26:14–16, 46, 47, 56, 59, 67; 27:38–44, 46; Jóhannes 19:1.

      9 Okkur verður orðfall. Jehóva er tilfinninganæmur þannig að það hlýtur að hafa kvalið hann meira en orð fá lýst að sjá son sinn deyja. Hins vegar er hægt að lýsa því hvers vegna hann leyfði að þetta gerðist. Hvers vegna lét faðirinn slíka kvöl yfir sig ganga? Hann opinberar það fagurlega í Jóhannesi 3:16 – í biblíuversi sem er svo mikilvægt að það er stundum kallað litla Biblían. Þar segir: „Guð elskaði heiminn svo heitt að hann gaf einkason sinn til þess að þeir sem trúa á hann farist ekki heldur hljóti eilíft líf.“ Það var því kærleikur Jehóva sem bjó að baki. Gjöf Jehóva – að senda son sinn til að þjást og deyja fyrir okkur – var mesta kærleiksverk sögunnar.

      „Guð … gaf einkason sinn.“

  • „Hann elskaði okkur að fyrra bragði“
    Nálgastu Jehóva
    • 12 Orðið agaʹpe er oft notað í Biblíunni um kærleika sem stjórnast af meginreglu. Hann er því meira en tilfinningaleg viðbrögð við því sem önnur manneskja segir eða gerir. Hann er víðtækari, hugulsamari og úthugsaðri. Og kristilegur kærleikur er fullkomlega óeigingjarn. Lítum aftur á Jóhannes 3:16. Hver er ‚heimurinn‘ sem Guð elskaði svo heitt að hann gaf einkason sinn? Það er mannheimurinn sem hægt er að endurleysa. Þar á meðal er fjöldi fólks sem lifir syndugu líferni. Elskar Jehóva hvern og einn sem persónulegan vin eins og hann elskaði hinn trúa Abraham? (Jakobsbréfið 2:23) Nei, en Jehóva sýnir öllum gæsku, jafnvel þó að það sé honum dýrt. Hann vill að allir iðrist og breyti háttalagi sínu. (2. Pétursbréf 3:9) Margir gera það og hann viðurkennir þá fúslega sem vini sína.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila