Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp16 Nr. 1 bls. 9
  • Vissir þú? – Nr. 1 2016

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú? – Nr. 1 2016
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
  • Svipað efni
  • „Er það ekki Guðs að ráða drauma?“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Banvæn hungursneyð á nægtatímum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1987
  • Jehóva gleymdi ekki Jósef
    Lærum af sögum Biblíunnar
  • „Ekki kem ég í Guðs stað“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2016
wp16 Nr. 1 bls. 9

VISSIR ÞÚ?

Af hverju rakaði Jósef hár sitt áður en hann kom fram fyrir faraó?

Fornegypsk veggskreyting sem sýnir rakara að störfum.

Fornegypsk veggskreyting sem sýnir rakara að störfum.

Samkvæmt frásögunni í 1. Mósebók fyrirskipaði faraó að hebreski fanginn Jósef yrði sóttur í skyndi og færður til hans til að ráða drauma sem ollu honum hugarangri. Jósef hafði þá setið í fangelsi í nokkur ár. Þrátt fyrir að Jósef væri boðaður í skyndi tók hann sér tíma til að raka hár sitt. (1. Mósebók 39:20-23; 41:1, 14) Það að biblíuritarinn skuli minnast á slíkt smáatriði sýnir að hann þekkti egypskar siðvenjur.

Það var venja meðal margra þjóða til forna, einnig Hebrea, að láta skegg sitt vaxa. Hins vegar „voru forn-Egyptar eina Austurlandaþjóðin sem var mótfallin því að menn bæru skegg“, segir í biblíuorðabókinni Cyclopedia of Biblical, Theological, and Ecclesiastical Literature eftir McClintock og Strong.

En áttu menn aðeins að raka af sér skeggið? Í tímaritinu Biblical Archaeology Review segir að sumar siðvenjur Egypta hafi krafist þess að sá sem kæmi fram fyrir faraó skyldi undirbúa sig á sama hátt og áður en hann gengi inn í musteri. Jósef hefur því líklega þurft að raka allt hár af höfði sínu og líkama.

Í Postulasögunni kemur fram að faðir Tímóteusar hafi verið grískur. Þýðir það að hann hafi verið frá Grikklandi?

Móðir Tímóteusar les fyrir hann. Faðir hans sést í bakgrunni.

Svo þarf ekki að vera. Í innblásnum ritum sínum talar Páll postuli stundum um Gyðinga og Grikki, eða Hellena, sem andstæður þar sem Grikkir standa fyrir allar aðrar þjóðir en Gyðinga. (Rómverjabréfið 1:16; 10:1, Biblían 1981) Ein ástæða er eflaust sú að grísk menning og tunga var mjög útbreidd á þeim svæðum þar sem Páll boðaði trúna.

Hverjir voru taldir grískir til forna? Á fjórðu öld f.Kr. talaði aþenski mælskufræðingurinn Ísókrates til dæmis hreykinn um hversu útbreidd grísk menning væri orðin í heiminum. Hann nefnir að það hafi leitt til þess að „þeir sem hlotið hafa gríska menntun eru taldir Grikkir fremur en þeir sem eru grískir að þjóðerni“. Þótt ekki sé hægt að fullyrða það má vera að faðir Tímóteusar, sem var ekki Gyðingur, hafi verið grískur vegna menntunar sinnar þótt hann hafi ekki verið af grísku þjóðerni. Það sama má segja um aðra sem Páll kallar Grikki. – Postulasagan 16:1.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila