-
Höldum áfram að iðka það sem við höfum lærtVarðturninn – 2002 | 1. nóvember
-
-
Hafnaðu „ævintýrum“
8. (a) Hvernig reynir Satan að spilla trú okkar? (b) Hvaða viðvörun gaf Páll í 2. Tímóteusarbréfi 4:3, 4?
8 Satan reynir að brjóta niður ráðvendni okkar með því að sá efasemdum um það sem okkur hefur verið kennt. Nú á dögum reyna fráhvarfsmenn og aðrir að spilla trú heiðvirðra manna líkt og á fyrstu öldinni. (Galatabréfið 2:4; 5:7, 8) Stundum nota þeir fjölmiðla til að dreifa upplýsingum sem þeir hafa rangfært eða hreinum lygum um aðferðir og hvatir fólks Jehóva. Páll varaði við því að sumir myndu láta snúa sér burt frá sannleikanum. „Þann tíma mun að bera,“ sagði hann, „er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, heldur hópa þeir að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum til þess að heyra það, sem kitlar eyrun. Þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum og hverfa að ævintýrum.“ — 2. Tímóteusarbréf 4:3, 4.
9. Hvað hafði Páll ef til vill í huga þegar hann talaði um „ævintýri“?
9 Í stað þess að fylgja þeirri fyrirmynd sem fólst í heilnæmu orðunum létu sumir „ævintýri“ vekja forvitni sína. Hver voru þessi ævintýri? Kannski hafði Páll í huga fjarstæðukenndar goðsögur eins og þær sem er að finna í hinni apokrýfu Tóbítsbók.a Kannski voru þetta líka ýmsar getgátur og æsifengnar sögusagnir. Aðrir gætu líka hafa fylgt sínum „eigin fýsnum“ og látið blekkjast af þeim sem höfðu frjálslyndar skoðanir á meginreglum Guðs eða voru gagnrýnir á þá sem fóru með forystuna í söfnuðinum. (3. Jóhannesarbréf 9, 10; Júdasarbréfið 4) Hvað svo sem varð sumum til hrösunar er greinilegt að þeir vildu frekar heyra ævintýri eða skröksögur heldur en sannleikann í orði Guðs. Fljótlega hættu þeir að iðka það sem þeir höfðu lært og það varð þeim til andlegs tjóns. — 2. Pétursbréf 3:15, 16.
10. Hver geta verið „ævintýri“ nútímans og hvernig lagði Jóhannes áherslu á að við þyrftum að vera varkár?
10 Við getum varað okkur á „ævintýrum“ með því að vera vandfýsin á það sem við hlustum á og lesum. Fjölmiðlar ýta til dæmis oft undir siðleysi. Margir hvetja til efasemdastefnu eða trúleysis. Æðri biblíugagnrýnendur gera gys að þeirri fullyrðingu að Biblían sé innblásin af Guði. Og fráhvarfsmenn okkar tíma reyna að sá efasemdum til að grafa undan trú kristinna manna. Jóhannes postuli varaði menn við svipaðri hættu sem stafaði af fölskum spámönnum fyrstu aldarinnar. Hann sagði: „Þér elskaðir, trúið ekki sérhverjum anda, heldur reynið andana, hvort þeir séu frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn.“ (1. Jóhannesarbréf 4:1) Við þurfum því að vera varkár.
11. Hver er ein leið til að reyna hvort við erum í trúnni?
11 Í þessu sambandi skrifaði Páll: „Reynið yður sjálfa, hvort þér eruð í trúnni.“ (2. Korintubréf 13:5) Postulinn hvatti menn til þess að reyna sjálfa sig til að ganga úr skugga um að þeir fylgdu kristinni trú í heild. Ef við erum gjörn á að hlusta á óánægjuraddir þurfum við að rannsaka sjálf okkur í bænarhug. (Sálmur 139:23, 24) Hættir okkur til að finna að fólki Jehóva? Ef svo er, hvers vegna? Hefur einhver sært okkur með orðum sínum eða verkum? Horfum við þá á málið frá réttu sjónarhorni? Allir erfiðleikar, sem við mætum í þessu heimskerfi, eru tímabundnir. (2. Korintubréf 4:17) Af hverju ættum við að hætta að þjóna Guði þó að við verðum fyrir einhverjum erfiðleikum í söfnuðinum? Ef við erum miður okkar einhverra hluta vegna er þá ekki mun betra að gera það sem við getum til að leysa málið og leggja það síðan í hendur Jehóva? — Sálmur 4:5; Orðskviðirnir 3:5, 6; Efesusbréfið 4:26.
12. Hvernig gáfu Berojubúar okkur gott fordæmi?
12 Í stað þess að vera gagnrýnin skulum við hafa andlega heilbrigt viðhorf til þeirra upplýsinga sem við fáum á samkomum og í einkanáminu. (1. Korintubréf 2:14, 15) Og í stað þess að efast um orð Guðs er mun viturlegra að hafa sama viðhorf og Berojubúar á fyrstu öld sem rannsökuðu Ritninguna vandlega. (Postulasagan 17:10, 11) Við skulum því breyta í samræmi við það sem við lærum, hafna „ævintýrum“og halda okkur fast við sannleikann.
13. Hvernig gætum við óafvitandi farið með skröksögur?
13 En til eru annars konar „ævintýri“ sem við þurfum að varast. Margar æsifengnar sögur ganga manna á milli með tölvupósti. Það er viturlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku, sérstaklega ef við vitum ekki hvaðan sagan er upprunnin. Jafnvel þótt heiðvirður kristinn maður hafi sent okkur frásöguna er ekki víst að hann þekki hana frá fyrstu hendi. Þess vegna er mikilvægt að varast það að senda óstaðfestar frásögur áfram með tölvupósti eða tala um þær við aðra. Vissulega viljum við ekki hafa eftir öðrum „skröksögur“ eða ‚vanheilög ævintýri.‘ (1. Tímóteusarbréf 4:7; Nýja testamenti Odds) Okkur ber að tala sannleika hvert við annað og því er skynsamlegt að forðast allt sem gæti orðið til þess að við, jafnvel óafvitandi, segðum öðrum ósatt. — Efesusbréfið 4:25.
-
-
Höldum áfram að iðka það sem við höfum lærtVarðturninn – 2002 | 1. nóvember
-
-
a Tóbítsbók var sennilega skrifuð á 3. öld f.o.t. Í henni er meðal annars að finna sögu sem er mjög hjátrúarkennd og fjallar um Gyðing sem hét Tóbías. Hann var sagður geta læknað og rekið út illa anda með því að nota hjarta, gall og lifur úr risafiski.
-