-
Verum menn trúarinnarVarðturninn – 1999 | 1. desember
-
-
Viðeigandi notkun á orði Guðs
6. Hvað var Páll að vitna í þegar hann skrifaði orðin í Hebreabréfinu 10:38?
6 Páll beitti Ritningunni líka fagmannlega til að byggja upp trú samþjóna sinna. Hann skrifaði til dæmis: „Minn réttláti mun lifa fyrir trúna, en skjóti hann sér undan, þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum.“ (Hebreabréfið 10:38) Hann vitnar hér í Habakkuk spámann.a Lesendur bréfsins, kristnir Hebrear, voru gagnkunnugir spádómsbókunum, svo að þeir hafa að öllum líkindum kannast við þessi orð. Markmið Páls var að styrkja trú kristinna manna í Jerúsalem og nágrenni um árið 61 svo að það var vel til fundið að skírskota til Habakkuks. Af hverju?
7. Hvenær skrifaði Habakkuk spádóm sinn og hvernig var ástandið í Júda á þeim tíma?
7 Habakkuk skrifaði bók sína að öllum líkindum rétt ríflega tveim áratugum fyrir eyðingu Jerúsalem árið 607 f.o.t. Í sýn sá spámaðurinn „hina harðgjöru og ofsafullu“ Kaldea (Babýloníumenn) steypa sér yfir Júda, eyða Jerúsalem og gleypa þjóðir í leiðinni. (Habakkuk 1:5-11) En slík ógæfa hafði verið boðuð frá dögum Jesaja meira en öld áður. Á dögum Habakkuks lauk góðri stjórn Jósía konungs, Jójakím tók við konungdómi og illskan tók að blómstra í Júda á nýjan leik. Jójakím ofsótti og myrti jafnvel þá sem töluðu í nafni Jehóva. (2. Kroníkubók 36:5; Jeremía 22:17; 26:20-24) Er nokkur furða að Habakkuk skyldi hrópa í angist: „Hversu lengi . . . [Jehóva].“ — Habakkuk 1:2.
8. Hvers vegna var fordæmi Habakkuks gagnlegt fyrir kristna menn á fyrstu öld og fyrir okkur núna?
8 Habakkuk vissi ekki hve nærri eyðing Jerúsalem var. Kristnir menn á fyrstu öld vissu ekki heldur hvenær gyðingakerfið liði undir lok. Og við vitum ekki ‚daginn eða stundina‘ þegar dómi Jehóva verður fullnægt yfir þessu illa heimskerfi. (Matteus 24:36) Við skulum því taka eftir tvíþættu svari Jehóva til Habakkuks. Í fyrsta lagi fullvissar hann spámanninn um að endirinn komi á tilsettum tíma. Hann mun „ekki undan líða,“ sagði Guð, þótt hann gæti virst dragast frá mannlegum bæjardyrum séð. (Habakkuk 2:3) Í öðru lagi minnir Jehóva Habakkuk á að ‚hinn réttláti muni lifa fyrir trúfesti sína.‘ (Habakkuk 2:4) Þetta eru fögur og einföld sannindi. Meginmálið er ekki hvenær endirinn kemur heldur hvort við höldum áfram að lifa í trúnni.
9. Hvernig lifðu hlýðnir þjónar Jehóva vegna trúfesti sinnar (a) árið 607 f.o.t.? (b) árið 66 e.o.t.? (c) Af hverju er mikilvægt að styrkja trúna?
9 Jerúsalem var eytt árið 607 f.o.t. og Jeremía, Barúk ritari hans, Ebed-Melek og hinir dyggu Rekabítar sáu loforð Jehóva við Habakkuk rætast. Þeir ‚lifðu‘ þegar þeir komust undan hræðilegri tortímingu Jerúsalem. Hvers vegna? Jehóva umbunaði þeim trúfesti þeirra. (Jeremía 35:1-19; 39:15-18; 43:4-7; 45:1-5) Kristnir Hebrear á fyrstu öld hljóta einnig að hafa brugðist vel við ráðleggingum Páls því að þeir hlýddu trúfastlega viðvörun Jesú og flúðu eftir að rómverskar hersveitir réðust á Jerúsalem árið 66 en hörfuðu svo án sýnilegs tilefnis. (Lúkas 21:20, 21) Þeir lifðu vegna trúfesti sinnar. Við lifum líka áfram ef við reynumst trúföst þegar endirinn kemur. Það er þýðingarmikil ástæða til að styrkja trú okkar núna.
-
-
Verum menn trúarinnarVarðturninn – 1999 | 1. desember
-
-
a Páll vitnar hér í Habakkuk 2:4 samkvæmt Sjötíumannaþýðingunni þar sem stendur: „Skjóti hann sér undan, þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum.“ Þessi orð standa ekki í neinum hebreskum handritum sem nú eru til. Sumir hafa viðrað þá hugmynd að Sjötíumannaþýðingin hafi verið byggð á eldri hebreskum handritum sem ekki séu til lengur. Hvað sem því líður vitnaði Páll í þessi orð undir leiðsögn heilags anda Guðs svo að þau eru viðurkennd af Guði.
-