Verum heilbrigð í hugsun er endirinn nálgast
1 Biblían talar aftur og aftur um að dagur Jehóva komi „sem þjófur“ — það er að segja skyndilega, á svipstundu, án fyrirvara. (1. Þess. 5:2; Matt. 24:43; 2. Pét. 3:10; Opinb. 3:3; 16:15) „Verið þér og viðbúnir, því að Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ætlið eigi,“ sagði Jesús. (Matt. 24:44) Hvernig getum við haldið andlegri vöku okkar er endirinn nálgast? Eitt af því sem hjálpar okkur til þess er að fara eftir innblásnu hvatningunni í 1. Pétursbréfi 4:7: „Verið því heilbrigðir í hugsun.“ — NW.
2 Að vera heilbrigður í hugsun felur í sér að sjá hlutina frá sjónarhóli Jehóva. (Ef. 5:17) Það auðveldar okkur að líta á okkur sem „gesti og útlendinga“ í núverandi heimskerfi. (1. Pét. 2:11) Það gerir okkur kleift að koma auga á það sem skiptir raunverulega máli, forgangsraða og taka viturlegar ákvarðanir. — Fil. 1:10.
3 Settu þér andleg markmið: Við eigum auðveldara með að vera heilbrigð í hugsun þegar við setjum okkur andleg markmið og náum þeim. Ert þú að vinna að andlegum markmiðum? Leggurðu þig allan fram um að lesa í Biblíunni á hverjum degi, sækja allar samkomur, lesa hvert tölublað Varðturnsins og Vaknið! eða ef til vill að taka meiri þátt í boðunarstarfinu? Ef þú setur þér raunhæf markmið, leggur þig allan fram um að ná þeim og biður Jehóva um að blessa viðleitni þína mun árangurinn ekki láta á sér standa.
4 Öldungur spurði ung hjón hver andleg markmið þeirra væru. Spurningin vakti þau til umhugsunar um að þau gætu orðið brautryðjendur ef þau einfölduðu líf sitt og borguðu upp íþyngjandi skuld. Þau ákváðu að setja sér það sem markmið. Þau lögðu kapp á að borga skuldina og leituðu leiða til að nota ekki eins mikinn tíma og krafta í það sem skiptir ekki raunverulega máli. Einu ári síðar var markmiðinu náð. Hver varð árangurinn? Eiginmaðurinn segir: „Við værum ekki þar sem við erum núna ef við hefðum ekki sett okkur markmið. Við erum hamingjusamari. Líf okkar er kyrrlátara og betra. Það er innihaldsríkt og hefur raunverulegan tilgang.“
5 Meðan við bíðum eftir degi Jehóva skulum við halda andlegri vöku okkar með því að vera heilbrigð í hugsun og einbeitt í að gera vilja Guðs. — Tít. 2:11-13.