-
Er ástæða til að halda áfram að lifa?Vaknið! – 2014 | maí
-
-
FORSÍÐUEFNI
Er ástæða til að halda áfram að lifa?
EF ÞÚ hittir Evua kæmistu að raun um að hún er mjög klár, vingjarnleg og félagslynd ung kona. En undir niðri leynist djúp örvænting sem hefur þau áhrif að henni finnst hún einskis virði. Þessi tilfinning varir dögum, vikum og jafnvel mánuðum saman. „Það líður ekki sá dagur að ég hugsi ekki um að deyja,“ segir hún. „Ég er sannfærð um að heimurinn væri betur settur án mín.“
„Sumar kannanir sýna að fyrir hvert sjálfsvíg geri 200 aðrir tilraun til að stytta sér aldur og 400 [til viðbótar] íhugi það.“ – KANADÍSKA DAGBLAÐIÐ THE GAZETTE.
Eva segir að hún myndi aldrei svipta sig lífi. En stundum sér hún engan tilgang í því að halda áfram að lifa. „Æðsta ósk mín er að lenda í slysi og deyja,“ segir hún. „Ég er farin að líta á dauðann sem vin frekar en óvin.“
Margir geta sett sig í spor Evu og sumir hafa jafnvel íhugað sjálfsvíg eða reynt að svipta sig lífi. Sérfræðingar benda hins vegar á að flestir sem reyna að stytta sér aldur vilji ekki deyja heldur aðeins binda enda á vanlíðan sína. Í stuttu máli sagt finnst þeim þeir hafa ástæðu til að deyja en þá vantar ástæðu til að lifa.
Er ástæða til að lifa áfram? Við skulum líta á þrjár ástæður til að halda áfram að lifa.
a Nafninu er breytt.
-
-
Aðstæður breytastVaknið! – 2014 | maí
-
-
FORSÍÐUEFNI | ER TIL EINHVERS AÐ LIFA?
1 Aðstæður breytast
„Á allar hliðar er ég aðþrengdur en læt þó ekki bugast, ég er efablandinn en örvænti þó ekki.“ – 2. KORINTUBRÉF 4:8.
Sjálfsvíg er stundum kallað endanleg lausn á tímabundnu vandamáli. Þótt ótrúlegt megi virðast geta erfiðar aðstæður verið tímabundnar – jafnvel þær sem maður telur sig ekki ráða neitt við. Lífið getur tekið óvænta stefnu til hins betra. – Sjá rammann „Aðstæður þeirra breyttust.“
Þó að aðstæðurnar breytist ekkert er best að takast á við vandann einn dag í einu. „Hafið ... ekki áhyggjur af morgundeginum,“ sagði Jesús. „Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.“ – Matteus 6:34.
Hvað ef aðstæður þínar geta ekki breyst? Ertu kannski með ólæknandi sjúkdóm? Hefur hjónaband þitt farið út um þúfur? Eða hefurðu misst ástvin?
Hvað sem að höndum ber geturðu breytt einu: hvernig þú lítur á aðstæður þínar. Ef maður lærir að sætta sig við það sem ekki er hægt að breyta á maður auðveldara með að sjá aðstæður sínar í jákvæðu ljósi. (Orðskviðirnir 15:15) Þá á maður líka auðveldara með að gera það besta úr aðstæðum sínum í staðinn fyrir að grípa til þess örþrifaráðs að binda enda á líf sitt. Og þannig fær maður ákveðna stjórn á ástandi sem virðist annars óviðráðanlegt. – Jobsbók 2:10.
MUNDU ÞETTA: Það er ekki hægt að klífa fjall í einu skrefi. En það er hægt í mörgum litlum skrefum. Hið sama má segja um flest vandamál sem við þurfum að glíma við, þó að þau virðist fjallhá.
HVAÐ GETURÐU GERT NÚNA? Talaðu við einhvern um það hvernig þér líður – það gæti verið vinur eða einhver í fjölskyldunni. Þannig geturðu fengið hjálp til að horfa jákvæðara á aðstæður þínar. – Orðskviðirnir 11:14.
-
-
Það er hægt að fá hjálpVaknið! – 2014 | maí
-
-
FORSÍÐUEFNI | ER TIL EINHVERS AÐ LIFA?
2 Það er hægt að fá hjálp
„Varpið allri áhyggju ykkar á [Guð] því að hann ber umhyggju fyrir ykkur.“ – 1. PÉTURSBRÉF 5:7.
Dauðinn getur virst skárri kostur en lífið ef þér finnst þú ekkert geta gert til að laga stöðu þína. En hvaða hjálp stendur þér til boða?
Bænin. Bænin er ekki aðeins til þess ætluð að deyfa tilfinningalegan sársauka eða að grípa til þegar öll sund eru lokuð. Hún er raunveruleg tjáskipti við Jehóvaa Guð. Honum er annt um þig og hann langar til að þú segir sér hvað þér liggur á hjarta. Biblían hvetur okkur: „Varpa áhyggjum þínum á [Jehóva], hann mun bera umhyggju fyrir þér.“ – Sálmur 55:23.
Hvernig væri að tala við Jehóva Guð í bæn strax í dag? Ávarpaðu hann með nafni og segðu honum hvernig þér líður. (Sálmur 62:9) Jehóva vill að þú kynnist sér og eignist vináttu sína. (Jesaja 55:6; Jakobsbréfið 2:23) Bænin er samskiptaleið sem þú getur notað hvar og hvenær sem er.
„Rannsóknir hafa hvað eftir annað sýnt að langflestir sem fyrirfara sér – um 90% eða rúmlega það – hafi verið með einhverjar geðraskanir á þeim tíma. En sjaldan hafi nokkur vitað af vandamálinu, það verið greint eða meðhöndlað sem skyldi.“ – The American Foundation for Suicide Prevention.
Fólk sem er ekki sama um þig. Þú skiptir aðra máli. Fjölskyldu þinni og vinum þykir vænt um þig og hafa kannski látið í ljós að þau hafi áhyggjur af þér. Fólk, sem þú hefur kannski aldrei hitt, vill líka gjarnan hjálpa þér. Þegar vottar Jehóva boða trú sína hús úr húsi hitta þeir stundum fólk sem segist hafa hugleitt að binda enda á líf sitt og segist sárvanta hjálp. Með starfi sínu hús úr húsi hafa vottar Jehóva getað hjálpað fólki sem þannig er ástatt fyrir. Þeim er annt um náungann eins og Jesú var. Þeim er líka annt um þig. – Jóhannes 13:35.
Fagleg aðstoð. Sjálfsvígshugsanir gefa oft til kynna undirliggjandi þunglyndi eða aðrar geðraskanir. Það er engin skömm að því að þjást af geðrænum sjúkdómi frekar en að þjást af líkamlegum sjúkdómi. Þunglyndi hefur stundum verið líkt við kvef af því að það getur hent hvern sem er. Og það er hægt að meðhöndla það.b
MUNDU ÞETTA: Það er sjaldnast hægt að komast upp úr djúpu þunglyndi af sjálfsdáðum. En með því að þiggja aðstoð getur þér tekist það.
HVAÐ GETURÐU GERT NÚNA? Reyndu að finna virtan lækni sem meðhöndlar geðræn vandamál á borð við þunglyndi.
-
-
Von um bjarta framtíðVaknið! – 2014 | maí
-
-
FORSÍÐUEFNI | ER TIL EINHVERS AÐ LIFA?
3 Von um bjarta framtíð
„Hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi.“ – SÁLMUR 37:11.
Biblían segir að lífið sé enginn dans á rósum. (Jobsbók 14:1) Allir þurfa að ganga í gegnum einhverja erfiðleika á lífsleiðinni. En sumum finnst lífið algerlega tilgangslaust og sjá enga von um að það birti til. Líður þér þannig? Þá máttu vera viss um að Biblían veitir örugga von – þér og öllu mannkyni. Hvað segir hún?
Biblían kennir að Jehóva Guð hafi ætlað okkur gott og innihaldsríkt líf. – 1. Mósebók 1:28.
Jehóva Guð hefur lofað að breyta jörðinni í paradís. – Jesaja 65:21-25.
Við getum treyst því að þetta loforð rætist. Í Opinberunarbókinni segir:
„Tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra. Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra. Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til. Hið fyrra er farið.“
Þessi von er engin óskhyggja. Jehóva Guð ætlar að koma þessu til leiðar og hann hefur bæði mátt og vilja til þess. Vonin, sem Biblían veitir, er traust og gefur okkur mjög góða ástæðu til að halda áfram að lifa.
MUNDU ÞETTA: Vonin, sem Biblían veitir, getur verið okkur akkeri í ólgusjó tilfinninganna.
HVAÐ GETURÐU GERT NÚNA? Byrjaðu á því að kynna þér hvaða von Biblían segir frá. Vottar Jehóva eru boðnir og búnir að aðstoða þig við það. Þú getur rætt við þá sem búa í nágrenni við þig eða fundið gagnlegar upplýsingar á vefsetri þeirra jw.org/is.a
a Tillaga: Farðu á jw.org/is og veldu ÚTGÁFA > VEFBÓKASAFN. Þar geturðu notað leitarorð eins og „sjálfsvíg“ eða „þunglyndi“ til að fá hjálpleg ráð.
-