Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.03 bls. 1
  • Starf sem krefst auðmýktar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Starf sem krefst auðmýktar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Verum lítillát
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Jehóva metur auðmjúka þjóna sína mikils
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Lærum af auðmýkt Jesú
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Fordæmi í lítillæti til eftirbreytni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1994
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 1.03 bls. 1

Starf sem krefst auðmýktar

1 Í orði Guðs erum við hvött til að ‚vera auðmjúk og gjalda ekki illt fyrir illt heldur þvert á móti blessa.‘ (1. Pét. 3:8, 9) Þessi ráðlegging á með sanni við í prédikunarstarfinu. Boðunarstarfið getur einmitt verið prófsteinn á hve auðmjúk við erum.

2 Auðmýkt er eiginleiki sem veitir okkur úthald við óþægilegar aðstæður. Þegar við prédikum komum við ótilkvödd að máli við ókunnuga og vitum að sumir eiga eftir að bregðast við á óvingjarnlegan hátt. Það þarf auðmýkt til að halda áfram að prédika þrátt fyrir slíka framkomu. Tvær brautryðjandasystur störfuðu á sérstaklega erfiðu svæði hús úr húsi á hverjum degi í tvö ár án þess að nokkur kæmi til dyra. Þær gáfust samt ekki upp og núna eru tveir söfnuðir á þessu svæði.

3 Brugðist við ókurteisi: Auðmýkt auðveldar okkur að líkja eftir Jesú þegar aðrir eru óvingjarnlegir eða ókurteisir. (1. Pét. 2:21-23) Í einu húsi var systur tekið með skammaryrðum, fyrst af eiginkonunni og síðan eiginmanninum sem skipaði henni að fara út af lóðinni. Systirin brosti bara og sagðist vonast til að tala við þau við annað tækifæri. Hjónin urðu svo hrifin að þau hlustuðu á næstu systur sem heimsótti þau og þáðu boð hennar um að koma á samkomu í ríkissalnum. Systirin, sem hafði verið gerð afturreka í fyrstu, var á staðnum til að heilsa upp á þau og vitna frekar fyrir þeim. Við getum líka mildað þá sem eru ekki móttækilegir með því að sýna það með ‚hógværð og virðingu.‘ — 1. Pét. 3:15, 16; Orðskv. 25:15.

4 Forðumst hroka: Biblíuþekking gefur okkur enga forsendu til að líta niður á fólk eða fara niðrandi orðum um það. (Jóh. 7:49) Öllu heldur ráðleggur orð Guðs okkur að „lastmæla engum.“ (Tít. 3:2) Við endurnærum aðra þegar við erum af hjarta lítillát eins og Jesús. (Matt. 11:28, 29) Þegar við komum auðmjúk að máli við aðra verður boðskapurinn meira aðlaðandi.

5 Já, auðmýkt hjálpar okkur að halda ótrauð áfram á erfiðum svæðum. Hún getur mildað þá sem eru ekki móttækilegir og hún laðar aðra að ríkisboðskapnum. Umfram allt gleður hún Jehóva sem ‚veitir auðmjúkum náð.‘ — 1. Pét. 5:5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila