Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 7. nóvember
    Ríkisþjónusta okkar – 2011 | október
    • Dagskrá fyrir vikuna sem hefst 7. nóvember

      VIKAN SEM HEFST 7. NÓVEMBER

      Söngur 131 og bæn

      □ Safnaðarbiblíunám:

      cl 12. kafli gr. 9-15 (25 mín.)

      □ Boðunarskóli:

      Biblíulestur: Orðskviðirnir 27-31 (10 mín.)

      Nr. 1: Orðskviðirnir 28:19–29:10 (4 mín. eða skemur)

      Nr. 2: Hvernig geta orðin í Rómverjabréfinu 8:32 fullvissað okkur um að Guð standi við öll loforð sín? (5 mín.)

      Nr. 3: Hvers vegna samþykkir Guð ekki forfeðradýrkun? – td 11A (5 mín.)

      □ Þjónustusamkoma:

      Söngur 55

      5 mín.: Tilkynningar.

      10 mín.: Spurningum um blóðgjafir svarað. Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á Reasoning From the Scriptures (Rökræðubókinni) bls. 74 gr. 1-bls. 76 gr. 2. Sviðsetjið hvernig brautryðjandi notar Rökræðubókina til að svara einni af spurningunum um blóðgjafir.

      10 mín.: Staðbundnar þarfir.

      10 mín.: Jehóva yfirgefur aldrei þjóna sína. (Sálm. 94:14) Ræða með þátttöku áheyrenda byggð á árbókinni 2011 bls. 215 gr. 1-2 og bls. 221 gr. 3-bls. 222 gr. 5. Spyrjið áheyrendur hvaða lærdóm megi draga af frásögunum.

      Söngur 110 og bæn

  • Tilkynningar
    Ríkisþjónusta okkar – 2011 | október
    • Tilkynningar

      ◼ Ritatilboðið í október: Varðturninn og Vaknið! Nóvember: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, Vottar Jehóva – Hverjir eru þeir? Hverju trúa þeir? og Ættum við að trúa á þrenninguna? Desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Janúar: Hvað kennir Biblían? og Lífið – varð það til við þróun eða sköpun?

      ◼ Í grein í Ríkisþjónustunni í maí, sem fjallaði um S-43-eyðublaðið, stóð eftirfarandi: „Þegar við hittum heyrnarlausa ættum við ávallt að fylla út S-43-eyðublaðið, óháð því hvort viðkomandi sýndi áhuga.“ Þetta er ekki rétt. Við notum S-43-eyðublaðið aðeins þegar viðkomandi óskar eftir að fá heimsókn aftur. Það á við hvort sem um er að ræða einhvern sem talar annað tungumál eða er heyrnarlaus.

      ◼ Þar sem fimm heilar helgar eru í október væri það tilvalinn mánuður fyrir aðstoðarbrautryðjandastarf.

      ◼ Það er ekki við hæfi að skilja blöðin okkar eftir í strætisvögnum, á biðstofum lækna, sjúkrahúsa eða tannlækna, í biðsölum almenningsfarartækja eða á flugstöðvum, í bönkum o.s.frv. Það þarf alltaf að biðja um leyfi hjá þeim sem hefur umsjón með viðkomandi svæði. Ef þessum leiðbeiningum er ekki fylgt skaðar það starf okkar og orðstír. – 1. Kor. 14:40; Hebr. 13:18.

      ◼ Hægt er að fá skoðunarferð um Betel í Holbæk mánudaga til föstudaga kl. 9:00 og 10:30 og einnig kl. 13:30 og 15:00 allar vikur ársins. Ef um stóran hóp er að ræða viljum við biðja ykkur að hafa samband við Betel símleiðis og ákveða hvenær best sé að koma í heimsókn.

      ◼ Ef þið þurfið að senda tölvupóst til deildarskrifstofunnar skuluð þið nota netfangið jv@dk.jw.org.

  • Tillögur að kynningum
    Ríkisþjónusta okkar – 2011 | október
    • Tillögur að kynningum

      Að hefja biblíunámskeið fyrsta laugardaginn í nóvember

      „Það eru til mörg trúarbrögð og fólk tilbiður Guð með svo ólíkum hætti. Hvað heldurðu að Guði finnist um það? [Gefðu kost á svari.] Hér er bent á hvað Jesús sagði um þetta.“ Réttu húsráðandanum eintak af Varðturninum október-desember, skoðið saman fyrstu greinina á blaðsíðu 16 og lesið að minnsta kosti einn ritningastaðanna sem vísað er í. Bjóddu honum blöðin og mælið ykkur mót til að ræða um næstu spurningu.

      Varðturninn október-desember

      „Finnst þér að það eigi að fræða börn frá unga aldri um Guð eða fyndist þér betra að bíða með það þangað til þau eru orðin eldri og leyfa þeim sjálfum að velja trú sína? [Gefðu kost á svari.] Taktu eftir ráðleggingunum sem feður fá í Biblíunni. [Lestu Efesusbréfið 6:4.] Í þessu blaði eru góðar tillögur um það hvernig foreldrar geta frætt börnin sín um Guð.“

      Vaknið! október-desember

      „Margir eru áhyggjufullir vegna fjárhagserfiðleika. Hvers vegna heldurðu að það sé svona erfitt að láta enda ná saman? [Gefðu kost á svari.] Í Biblíunni eru gefin viturleg heilræði sem hafa hjálpað mörgum að fara vel með peninga. [Lestu einn af ritningarstöðunum á bls. 8-9.] Í þessu blaði er að finna góð ráð fyrir þá sem eru í basli með skuldirnar.“

  • Fréttir af boðunarstarfinu
    Ríkisþjónusta okkar – 2011 | október
    • Fréttir af boðunarstarfinu

      Alls skiluðu 348 boðberar skýrslu í maí 2011. Samanlagt var starfað 5.937 tíma og dreift 4.989 blöðum á starfssvæðinu. Farið var í 2.629 endurheimsóknir. Boðberar héldu samanlagt 284 biblíunámskeið en það er smá aukning frá maí 2010.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • Íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila