Berum „gott fram úr góðum sjóði“ með því að sýna gestrisni (Matt. 12:35a)
Við viljum án efa öll bera „gott fram úr góðum sjóði“ með því að ,leggja stund á gestrisni‘. (Rómv. 12:13) Öldungar hafa fengið leiðbeiningar um að taka forystuna í að skipuleggja þátttöku í ferðakostnaði gestaræðumanna og að þeim sé sýnd gestrisni. Við gætum samt hikað við að sýna gestrisni vegna takmarkaðra fjárráða eða ef okkur vex í augum að taka á móti gestum. Það hjálpar okkur að sigrast á slíkum tilfinningum að taka til okkar leiðbeiningarnar sem Jesús gaf Mörtu í sambandi við gestrisni. (Lúk. 10:39-42) Hann lagði áherslu á að „góða hlutskiptið“ fælist í samveru og uppörvun en ekki íburðarmikilli máltíð eða glæsilegu heimili. Með því að fylgja þessum leiðbeiningum berum við „gott fram úr góðum sjóði“ í þágu bræðra okkar í samræmi við orð Guðs. – 3. Jóh. 5-8.