Hvers vegna ættum við að vera ,kostgæfin til góðra verka‘?
Ert þú kostgæfinn til góðra verka? Sem boðberar fagnaðarerindisins ættum við að vera það. Hvers vegna? Veltu því fyrir þér sem segir í Títusarbréfinu 2:11-14.
Vers 11: Hvað er „náð Guðs“ og hvernig höfum við hvert og eitt notið góðs af henni? – Rómv. 3:23, 24.
Vers 12: Hvað kennir náð Guðs okkur?
Vers 13 og 14: Hvaða von höfum við eftir að hafa verið hreinsuð? Í hvaða göfuga tilgangi höfum við verið hreinsuð af óguðlegri hegðun heimsins?
Hvernig eru þessi vers þér hvatning til að vera kostgæfinn til góðra verka?