FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. MÓSEBÓK 6–8
,Hann gerði allt eins og Guð bauð honum‘
Ímyndaðu þér hversu mikið verk það hefur verið fyrir Nóa og fjölskyldu hans að smíða örkina án nútíma verkfæra og byggingaraðferða.
Örkin var gríðarlega stór – um 133 metrar að lengd, 22 metrar á breidd og 13 metrar á hæð.
Fella þurfti tré, höggva þau til og koma þeim fyrir á réttum stað.
Þekja þurfti þessa umfangsmiklu byggingu með tjöru, bæði að innan og utan.
Safna þurfti ársbirgðum af fæðu fyrir fjölskyldu Nóa og dýrin.
Það tók líklega 40–50 ár að ljúka verkefninu.
Hvernig hjálpar þessi frásaga okkur þegar okkur finnst erfitt að gera það sem Jehóva biður okkur um?