FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. MÓSEBÓK 42–43
Jósef sýndi mikla sjálfstjórn
Geturðu ímyndað þér hvað Jósef komst í mikið uppnám þegar hann hitti óvænt bræður sína augliti til auglits? Hann hefði getað sagt strax hver hann var og annað hvort faðmað þá eða hefnt sín á þeim. En hann var ekki fljótfær. Hvað myndir þú gera ef þú yrðir fyrir óréttlætti af hendi einhvers í fjölskyldunni eða annarra? Við getum tekið Jósef okkur til fyrirmyndar og sýnt sjálfstjórn og haldið rónni frekar en að fylgja svikulu hjarta okkar og bregðast við í fljótfærni.
Hvernig geturðu líkt eftir Jósef við þær aðstæður sem þú ert að glíma við?