Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
Íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb20 september bls. 8
  • Tökum framförum í boðuninni – boðum trúna í dyrasíma eða myndavél

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tökum framförum í boðuninni – boðum trúna í dyrasíma eða myndavél
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
  • Svipað efni
  • Tökum framförum í boðunarstarfinu – boðum fagnaðarerindið í dyrasíma
    Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Hvernig ljósmyndun leit dagsins ljós
    Vaknið! – 2006
  • Kurteisi við dyrnar
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2017
  • Hjálpaðu húsráðanda að rökhugsa
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2020
mwb20 september bls. 8
Bróðir og systir sýna húsráðanda smárit í dyrasíma með myndavél.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Tökum framförum í boðuninni – boðum trúna í dyrasíma eða myndavél

HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT: Tækniframfarir og aukin glæpatíðni gera það að verkum að öryggismyndavélar og dyrasímar í heimahúsum eru algengari en áður. Okkur gæti fundist óþægilegt að reyna að tala um trúna við fólk sem sér okkur en við sjáum ekki. Eftirfarandi atriði geta hjálpað okkur að boða trúna í gegnum dyrasíma eða myndavél af meira öryggi.

HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?

  • Hafðu jákvætt viðhorf. Margir húsráðendur sem eru með dyrasíma eða myndavél eru fúsir að tala við okkur.

  • Mundu að sumar myndavélar byrja að taka upp áður en þú hringir dyrabjöllunni og húsráðandi gæti verið að fylgjast með og hlusta á þig þegar þú nálgast dyrnar.

  • Þegar húsráðandinn svarar skaltu tala beint í dyrasímann eða myndavélina eins og þú sért að tala við hann augliti til auglitis. Brostu og vertu eðlilegur. Segðu það sama og þú hefðir sagt ef hann hefði komið til dyra. Ef það er myndavél skaltu ekki hafa andlitið of nálægt. Ef enginn svarar skaltu ekki skilja eftir skilaboð.

  • Mundu að húsráðandinn gæti ennþá verið að fylgjast með þér eða hlusta eftir að samtalinu lýkur.

PRÓFAÐU EFTIRFARANDI:

Bróðirinn æfir kynningu og tekur hana upp með símanum sínum.

Æfðu þig með því að gera upptöku af því þegar þú talar í myndavélina á símanum þínum og horfðu síðan á upptökuna til að sjá hvernig þú kemur fyrir.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • Íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila