LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Tökum framförum í boðuninni – boðum trúna í dyrasíma eða myndavél
HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT: Tækniframfarir og aukin glæpatíðni gera það að verkum að öryggismyndavélar og dyrasímar í heimahúsum eru algengari en áður. Okkur gæti fundist óþægilegt að reyna að tala um trúna við fólk sem sér okkur en við sjáum ekki. Eftirfarandi atriði geta hjálpað okkur að boða trúna í gegnum dyrasíma eða myndavél af meira öryggi.
HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?
Hafðu jákvætt viðhorf. Margir húsráðendur sem eru með dyrasíma eða myndavél eru fúsir að tala við okkur.
Mundu að sumar myndavélar byrja að taka upp áður en þú hringir dyrabjöllunni og húsráðandi gæti verið að fylgjast með og hlusta á þig þegar þú nálgast dyrnar.
Þegar húsráðandinn svarar skaltu tala beint í dyrasímann eða myndavélina eins og þú sért að tala við hann augliti til auglitis. Brostu og vertu eðlilegur. Segðu það sama og þú hefðir sagt ef hann hefði komið til dyra. Ef það er myndavél skaltu ekki hafa andlitið of nálægt. Ef enginn svarar skaltu ekki skilja eftir skilaboð.
Mundu að húsráðandinn gæti ennþá verið að fylgjast með þér eða hlusta eftir að samtalinu lýkur.