SAGA 4
Hann varð reiður og drap bróður sinn
Adam og Eva eignuðust mörg börn eftir að þau voru farin út úr Edengarðinum. Kain, fyrsti sonur þeirra, varð garðyrkjubóndi og Abel, annar sonur þeirra, varð fjárhirðir.
Dag einn færðu Kain og Abel Jehóva fórnir. Veist þú hvað fórn er? Það er sérstök gjöf. Jehóva var ánægður með fórn Abels en hann var ekki ánægður með fórn Kains. Þá varð Kain mjög reiður. Jehóva varaði Kain við því að reiðin gæti fengið hann til að gera eitthvað slæmt. En Kain hlustaði ekki.
Kain sagði við Abel: ‚Komdu með mér út á engi.‘ Þegar þeir voru einir úti á enginu réðst Kain á bróður sinn og drap hann. Hvað gerði Jehóva þá? Hann refsaði Kain með því að senda hann langt í burtu frá fjölskyldu sinni. Kain mátti aldrei koma heim aftur.
Getum við lært eitthvað af þessu? Við verðum kannski reið ef það gengur ekki allt eins og við viljum. Ef við finnum að við erum að verða reið verðum við að róa okkur og hlusta á aðra sem vara okkur við. Við þurfum að stjórna tilfinningum okkar áður en þær stjórna okkur.
Jehóva á alltaf eftir að muna eftir Abel af því að hann elskaði Jehóva og gerði það sem er rétt. Guð reisir Abel upp til lífs aftur þegar hann breytir jörðinni í paradís.
„Farðu fyrst og sæstu við bróður þinn. Komdu síðan aftur og færðu fórnina.“ – Matteus 5:24.