Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • lfb saga 5 bls. 18-bls. 19 gr. 5
  • Örkin hans Nóa

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Örkin hans Nóa
  • Lærum af sögum Biblíunnar
  • Svipað efni
  • Nói smíðar örk
    Biblíusögubókin mín
  • Flóðið á dögum Nóa. Hverjir hlustuðu á Guð? Hverjir hlustuðu ekki?
    Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu
  • „Hann gekk með Guði“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2013
  • Allir geta lært af myndbandinu um Nóa
    Ríkisþjónusta okkar – 2002
Sjá meira
Lærum af sögum Biblíunnar
lfb saga 5 bls. 18-bls. 19 gr. 5
Nói og fjölskylda hans smíða örkina.

SAGA 5

Örkin hans Nóa

Með tímanum var orðið margt fólk á jörðinni. Flestir voru vondir. Meira að segja urðu sumir englarnir á himnum vondir. Þeir yfirgáfu heimili sitt á himnum og komu niður til jarðarinnar. Veist þú af hverju þeir gerðu það? Þeir gerðu það til að geta tekið sér mannslíkama og gifst konum.

Englarnir eignuðust syni með konunum. Synirnir urðu mjög sterkir og ofbeldisfullir. Þeir fóru illa með aðra. Jehóva varð að gera eitthvað til að stoppa þetta. Hann ákvað að eyða öllu vonda fólkinu í flóði.

Nói og fjölskylda hans smíða örkina og tína til matvæli.

En það var til maður sem var ólíkur vonda fólkinu. Hann elskaði Jehóva. Hann hét Nói. Hann átti konu og þrjá syni, Sem, Kam og Jafet. Synir hans áttu líka hver sína konu. Jehóva sagði Nóa að smíða stóra örk svo að þau fjölskyldan gætu lifað flóðið af. Örk er risastór kassi sem getur flotið á vatni. Jehóva sagði Nóa að taka með sér fullt af dýrum inn í örkina svo að þau gætu líka lifað af.

Nói byrjaði strax að smíða örkina. Hann og fjölskylda hans voru um 50 ár að klára hana. Þau smíðuðu örkina nákvæmlega eins og Jehóva sagði þeim að gera. Á sama tíma varaði Nói fólk við flóðinu. En enginn hlustaði á hann.

Loksins var kominn tími til að fara inn í örkina. Skoðum hvað gerðist næst.

„Nærvera Mannssonarins verður eins og dagar Nóa.“ – Matteus 24:37.

Spurningar: Af hverju ákvað Jehóva að láta koma flóð? Hvað sagði Jehóva Nóa að gera?

1. Mósebók 6:1–22; Matteus 24:37–41; 2. Pétursbréf 2:5; Júdasarbréfið 6

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila