Jehóva
Nafnið hans
Talið er að nafnið Jehóva merki „hann lætur verða“
Hvað getur Jehóva látið sig verða til að annast þjóna sína?
Sl 19:14; 68:5; Jes 33:22; 40:11; 2Kor 1:3, 4
Sjá einnig Sl 118:14; Jes 30:20; Jer 3:14; Sak 2:5.
Af hverju er mikilvægara en allt annað að nafn Guðs helgist?
Af hverju á Jehóva, Drottinn alheims, skilið að við hlýðum honum?
Nokkrir af titlum Jehóva
Almáttugur – 1Mó 17:1; Op 19:6
Alvaldur Drottinn – Jes 25:8; Am 3:7
Faðir – Mt 6:9; Jóh 5:21
Hátign – Heb 1:3; 8:1
Hinn hæsti – 1Mó 14:18–22; Sl 7:17
Hinn mikli kennari – Jes 30:20
Jehóva hersveitanna – 1Sa 1:11
Kletturinn – 5Mó 32:4; Jes 26:4
Konungur eilífðar – 1Tí 1:17; Op 15:3
Nokkrir af frábærum eiginleikum Jehóva
Hvernig leggur Jehóva áherslu á heilagleika sinn og hvaða áhrif ætti það að hafa á okkur?
2Mó 28:36; 3Mó 19:2; 2Kor 7:1; 1Pé 1:13–16
Dæmi úr Biblíunni:
Jes 6:1–8 – Jesaja spámaður sér sýn af heilagleika Jehóva en finnst hann óverðugur þess því að hann er syndugur. Serafi minnir hann á að jafnvel syndugar manneskjur geta verið hreinar í augum Guðs.
Róm 6:12–23; 12:1, 2 – Páll postuli útskýrir hvernig við getum barist gegn syndugum tilhneigingum og verið heilög.
Hve mikill er máttur Jehóva og hvernig notar hann mátt sinn?
2Mó 15:3–6; 2Kr 16:9; Jes 40:22, 25, 26, 28–31
Dæmi úr Biblíunni:
5Mó 8:12–18 – Móse spámaður minnir þjóðina á að allt það góða sem hún á er því að þakka hvernig Jehóva notar mátt sinn.
1Kon 19:9–14 – Jehóva hughreystir Elía spámann með því að sýna honum mikilfenglegan mátt sinn.
Af hverju getum við algerlega treyst réttlæti Jehóva?
5Mó 32:4; Job 34:10; 37:23; Sl 7:9; 37:28; Jes 33:22
Dæmi úr Biblíunni:
5Mó 24:16–22 – Móselögin sýna að réttlætiskennd Jehóva er alltaf í fullkomnu samræmi við miskunn hans og kærleika.
2Kr 19:4–7 – Jósafat konungur minnir dómarana sem hann útnefnir á að þeir eiga að dæma fyrir hönd Jehóva en ekki manna.
Hvað sýnir að Jehóva er vitrari en nokkur annar?
Sl 104:24; Okv 2:1–8; Jer 10:12; Róm 11:33; 16:27
Sjá einnig Sl 139:14; Jer 17:10.
Dæmi úr Biblíunni:
1Kon 4:29–34 – Jehóva gefur Salómon konungi meiri visku en nokkur samtímamaður hans býr yfir.
Lúk 11:31; Jóh 7:14–18 – Jesús býr yfir meiri visku en Salómon en er hógvær og viðurkennir að viskan kemur frá Jehóva.
Hvernig sýnir Jehóva að kærleikurinn er helsti eiginleiki hans?
Jóh 3:16; Róm 8:32; 1Jó 4:8–10, 19
Sjá einnig Sef 3:17; Jóh 3:35.
Dæmi úr Biblíunni:
Mt 10:29–31 – Jesús notar spörva til að lýsa því hve mikið Jehóva elskar og metur hvern og einn þjón sinn.
Mr 1:9–11 – Jehóva talar til sonar síns frá himni og gefur honum það sem öll börn þurfa frá foreldrum sínum – viðurkenningu, kærleika og velþóknun.
Af hvaða fleiri ástæðum löðumst við að Jehóva? Biblían sýnir að ásamt því að hafa marga aðlaðandi eiginleika sé Jehóva líka …
alsjáandi. – 2Kr 16:9; Okv 15:3
auðmjúkur. – Sl 18:35
dýrlegur. – Op 4:1–6
eilífur, án upphafs eða endis. – Sl 90:2; 93:2
friðsamur. – Fil 4:9
góður. – Lúk 6:35; Róm 2:4
hamingjusamur. – 1Tí 1:11
miskunnsamur. – 2Mó 34:6
óbreytanlegur; áreiðanlegur. – Mal 3:6; Jak 1:17
stórfenglegur. – Sl 8:1; 148:13
trúr. – Op 15:4
umhyggjusamur. – Jes 49:15; 63:9; Sak 2:8
þolinmóður. – Jes 30:18; 2Pé 3:9
örlátur. – Sl 104:13–15; 145:16
Hvað gerist þegar við kynnumst Jehóva Guði betur?
Hvernig eigum við að þjóna Jehóva?
Hvað sýnir að Jehóva ætlast ekki til meira af þjónum sínum en þeir ráða við?
Dæmi úr Biblíunni:
5Mó 30:11–14 – Það er ekki of erfitt fyrir Ísraelsmenn að hlýða lögunum sem þeir fengu fyrir milligöngu Móse spámanns.
Mt 11:28–30 – Jesús endurspeglar eiginleika föður síns fullkomlega og hann fullvissar fylgjendur sína um að hann muni endurnæra þá.
Hvers vegna er við hæfi að lofa Jehóva?
Sjá einnig Jer 20:9; Lúk 6:45; Pos 4:19, 20.
Dæmi úr Biblíunni:
Sl 104:1, 2, 10–20, 33, 34 – Sálmaritarinn finnur margt í sköpunarverkinu til að lofsyngja Jehóva fyrir.
Sl 148:1–14 – Allt sköpunarverk Jehóva, þar á meðal englarnir, lofar hann. Við ættum að gera það líka.
Hvernig getur það sem við gerum heiðrað Jehóva?
Hvers vegna ættum við að nálgast Jehóva?
Hvernig hjálpar auðmýkt okkur að nálgast Jehóva?
Af hverju þurfum við að lesa í Biblíunni og hugleiða það sem við lesum til að nálgast Jehóva?
Hvers vegna er mikilvægt að við heimfærum á líf okkar það sem við lærum um Jehóva?
Hvers vegna ættum við aldrei að reyna að fela neitt fyrir Jehóva?
Job 34:22; Okv 28:13; Jer 23:24; 1Tí 5:24, 25
Dæmi úr Biblíunni:
2Kon 5:20–27 – Gehasí reynir að fela synd sína en Jehóva gerir Elísa spámanni kleift að sjá sannleikann.
Pos 5:1–11 – Ananías og Saffíra reyna að fela synd sína en Jehóva kemur upp um þau og refsar þeim fyrir að ljúga að heilögum anda.