Söngur 109
Fögnum frumburði Jehóva
Prentuð útgáfa
(Hebrearbréfið 1:6)
1. Frumburði Guðs fögnum,
já, frumburði Jehóva!
Því réttlátur hann ríkir
og réttmætt í sannleika.
Hann vegsamlegur virðir
nafn voldugs skaparans.
Hann Guð sinn hátt upp hefur
og hyllir alvald hans.
(VIÐLAG)
Frumburði Guðs fögnum,
já, frumburði Jehóva!
Á Síon krýndur kóngur
sem konungur konunga
2. Frumburði Guðs fögnum,
já, frumburði Jehóva!
Hann lausnargjaldið greiddi
sem greiðir skuld syndugra.
Nú brúður Krists hans bíður
og brúðarskart sitt ber.
Það brúðkaup ber því vitni
að best stjórn Jah Guðs er.
(VIÐLAG)
Frumburði Guðs fögnum,
já, frumburði Jehóva!
Á Síon krýndur kóngur
sem konungur konunga
(Sjá einnig Sálm. 2:6; 45:4, 5; Opinb. 19:8.)