Hjónaband
Hver er upprunni hjónabandsins?
Hvar ættu kristnir menn að velja sér maka?
Af hverju ætti þjónn Jehóva ekki að samþykkja að skírður sonur eða dóttir giftist einhverjum sem er ekki skírður þjónn Jehóva?
Dæmi úr Biblíunni:
1Mó 24:1–4, 7 – Abraham er ákveðinn í að finna konu sem er þjónn Jehóva fyrir Ísak son sinn en ekki kanverska konu sem tilbiður aðra guði.
1Mó 28:1–4 – Ísak gefur Jakobi syni sínum fyrirmæli um að taka sér ekki konu frá Kanaanslandi heldur meðal þjóna Jehóva.
Hvað finnst Jehóva um þjón sinn sem giftist einhverjum sem þjónar honum ekki?
Dæmi úr Biblíunni:
1Kon 11:1–6, 9–11 – Jehóva er ofsareiður út í Salómon konung fyrir að hunsa viðvaranir hans, giftast útlendum konum og leyfa þeim að spilla hjarta sínu.
Neh 13:23–27 – Nehemía landstjóri endurspeglar réttláta reiði Jehóva þegar hann ávítar og leiðréttir þá sem giftust konum sem þjónuðu ekki Jehóva.
Af hverju er skynsamlegt að velja sér maka sem er trúfastur þjónn Jehóva og hefur gott mannorð?
Sjá einnig Ef 5:28–31, 33.
Dæmi úr Biblíunni:
1Sa 25:2, 3, 14–17 – Nabal er ríkur en hann er harður og ofbeldisfullur og því slæmur eiginmaður fyrir Abígaíl.
Okv 21:9 – Ef við vöndum ekki valið á maka gætum við gifst einhverjum sem gerir okkur lífið leitt.
Róm 7:2 – Páll postuli bendir á að þegar kona giftir sig fær ófullkominn maðurinn hennar visst vald yfir henni. Skynsöm kona vandar því valið á maka.
Að búa sig undir hjónaband
Af hverju ætti karlmaður að vera viss um að hann geti séð fyrir fjölskyldu áður en hann hugleiðir hjónaband?
Dæmi úr Biblíunni:
Okv 24:27 – Áður en karlmaður giftir sig, og hugsanlega eignast börn, ætti hann að vera duglegur að vinna svo hann geti séð fyrir fjölskyldu.
Hvers vegna ætti par í tilhugalífi að einbeita sér að því að fá góð ráð og kynnast hvert öðru vel frekar en að hugsa bara um ytra útlit?
Dæmi úr Biblíunni:
Rut 2:4–7, 10–12 – Bóas kynnist Rut með því að fylgjast með henni vinna og hugleiða hvað aðrir segja um hana, hvernig hún kemur fram við fjölskylduna sína og hversu heitt hún elskar Jehóva.
Rut 2:8, 9, 20 – Rut sér að Bóas er góður, gjafmildur og elskar Jehóva.
Af hverju krefst Jehóva þess að par haldi sér siðferðilega hreinu í tilhugalífinu?
Dæmi úr Biblíunni:
Okv 5:18, 19 – Sumar leiðir til að tjá kærleika eru aðeins ætlaðar hjónum.
Ljó 1:2; 2:6 – Hirðirinn og stúlkan frá Súlam tjá hlýjar tilfinningar sínar á hreinan og viðeigandi hátt.
Ljó 4:12; 8:8–10 – Stúlkan frá Súlam er siðsöm og sýnir sjálfstjórn. Hún er eins og lokaður garður.
Af hverju ættu hjón að vera í löglegu hjónabandi?
Hlutverk eiginmannsins
Hvaða ábyrgð hefur eiginmaðurinn?
Hverjum ætti eiginmaður að líkja eftir?
Af hverju er mikilvægt að eiginmaður sýni að hann elski eiginkonu sína og skilji tilfinningar hennar og þarfir?
Dæmi úr Biblíunni:
1Mó 21:8–12 – Jehóva segir Abraham að hlusta á eiginkonu sína, Söru, jafnvel þótt honum líki ekki við uppástungu hennar.
Okv 31:10, 11, 16, 28 – Vitur eiginmaður góðrar konu, sem er lýst í versunum, er hvorki stjórnsamur né aðfinnslusamur. Hann treystir eiginkonu sinni og hrósar henni.
Ef 5:33 – Páli postula er innblásið að skrifa að eiginkona hafi sérstaka þörf á að finna að eiginmaðurinn elski hana.
Hlutverk eiginkonunnar
Hvaða mikilvæga verkefni hefur Jehóva gefið eiginkonum?
Er hlutverk eiginkonunnar á einhvern hátt lítilsvirðandi?
Dæmi úr Biblíunni:
Hvernig getur kristin eiginkona sem er gift manni sem þjónar ekki Guði glatt Jehóva?
Af hverju ætti kona að virða manninn sinn?
Dæmi úr Biblíunni:
1Mó 18:12; 1Pé 3:5, 6 – Sara sýnir manninum sínum djúpa virðingu og lítur á hann sem „herra“, eða þann sem tekur forystu í fjölskyldunni.
Hvað einkennir góða eiginkonu samkvæmt Biblíunni?
Dæmi úr Biblíunni:
1Mó 24:62–67 – Rebekka veitir Ísak eiginmanni sínum huggunn eftir móðurmissinn.
1Sa 25:14–24, 32–38 – Abígail verndar manninn sinn þótt hann sér heimskur og bjargar heimilisfólki sínu með því að biðja Davíð auðmjúklega um að sýna miskunn.
Est 4:6–17; 5:1–8; 7:1–6; 8:3–6 – Ester drottning leggur líf sitt tvisvar í hættu með því að ganga óboðin fram fyrir eiginman sinn, konunginn, til þess að biðja um vernd fyrir þjóna Guðs.
Að leysa vandamál og ágreining
Hvaða meginreglur geta hjálpað hjónum að leysa vandamál sem koma upp í hjónabandinu?
Hvaða meginreglur geta hjálpað hjónum að hafa rétt viðhorf til peninga?
Lúk 12:15; Fil 4:5; 1Tí 6:9, 10; Heb 13:5
Sjá einnig „Peningar“.