Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w21 október bls. 14-17
  • Byggðu aftur upp sambandið við Jehóva

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Byggðu aftur upp sambandið við Jehóva
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • HVAÐA VANDAMÁL GETA KOMIÐ UPP?
  • SETTU ÞÉR SANNGJÖRN MARKMIÐ
  • GEFSTU EKKI UPP!
  • ‚Kallið til ykkar öldungana‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2025
  • Líktu eftir miskunn Guðs núna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1991
  • Þú ert dýrmætur í augum Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Þið öldungar, haldið áfram að líkja eftir Páli postula
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2022
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
w21 október bls. 14-17
Bróður finnst yfirþyrmandi að hugsa um tímann og erfiðið sem þarf til að endurbyggja skemmt hús hans.

Byggðu aftur upp sambandið við Jehóva

Á HVERJU ári koma margir dýrmætir sauðir aftur í söfnuð Guðs. Ímyndaðu þér ,fögnuðinn á himni‘ þegar hver og einn þeirra snýr til baka! (Lúk. 15:7, 10) Ef þú hefur verið tekinn inn í söfnuðinn á ný geturðu verið viss um að Jesús, englarnir og Jehóva sjálfur eru himinlifandi yfir því að þú sért aftur hluti af söfnuðinum. En þegar þú byggir aftur upp sambandið við Jehóva geta komið upp vandamál. Hver eru sum þeirra og hvað getur hjálpað þér?

HVAÐA VANDAMÁL GETA KOMIÐ UPP?

Margir glíma við neikvæðar tilfinningar þegar þeir snúa aftur til safnaðarins. Þú skilur ef til vill hvernig Davíð konungi leið. Jafnvel eftir að honum hafði verið fyrirgefin synd hans sagði hann: „Syndir mínar bera mig ofurliði.“ (Sálm. 65:3, NW; 40:13) Sumir finna fyrir sektarkennd í mörg ár eftir að hafa snúið aftur til Jehóva. Isabelle var vikið úr söfnuðinum og tilheyrði honum ekki í meira en 20 ár.a Hún sagði: „Ég átti mjög erfitt með að trúa því að Jehóva gæti fyrirgefið mér.“ Ef þú missir kjarkinn getur samband þitt við Jehóva veikst aftur. (Orðskv. 24:10) Reyndu að láta það ekki gerast.

Aðrir óttast að þeir geti ekki gert allt sem þarf til að eiga náið samband við Jehóva aftur. Eftir að hafa verið tekinn inn í söfnuðinn á ný sagði Antoine: „Mér fannst ég hafa gleymt öllu sem ég hafði lært og gert þegar ég var vottur áður.“ Sumir gætu þess vegna hikað við að taka fullan þátt í þjónustu Jehóva.

Tökum dæmi. Maður á hús sem hefur orðið fyrir miklum skemmdum í fellibyl. Honum geta fallist hendur þegar hann hugsar um allan tímann sem það tekur að endurbyggja það. Á líkan hátt gæti þér fundist það krefjast óhemju mikillar vinnu að byggja aftur upp sambandið við Jehóva ef þú hefur syndgað alvarlega. En þér býðst hjálp.

Jehóva býður okkur: „Komið, vér skulum eigast lög við.“ (Jes. 1:18) Þú hefur þegar lagt hart að þér til að leiðrétta málin. Jehóva elskar þig fyrir það. Hugsaðu þér! Þú hefur gefið Jehóva tækifæri til að gefa Satan kröftugt svar við ásökunum hans. – Orðskv. 27:11.

Með þessu hefurðu þegar nálgast Jehóva og hann lofar að nálgast þig á móti. (Jak. 4:8) Það er gott fyrir aðra að sjá að þú ert kominn aftur í söfnuðinn. En það er fleira sem þú þarft að gera. Þú þarft að styrkja kærleika þinn til föður þíns og vinar, Jehóva. Hvernig gerirðu það?

SETTU ÞÉR SANNGJÖRN MARKMIÐ

Reyndu að setja þér sanngjörn markmið. Grundvöllurinn að sambandi þínu við Jehóva – þekking þín á honum og loforð hans um framtíðina – er líklega enn þá til staðar. En þú þarft að koma á góðri dagskrá aftur, en hún felur meðal annars í sér að boða fagnaðarboðskapinn og sækja samkomur reglulega og hafa samskipti við bræður þína og systur. Skoðaðu eftirfarandi markmið.

Talaðu oft við Jehóva. Faðir þinn skilur að það getur verið erfitt að biðja til hans ef þú ert enn þá með sektarkennd. (Rómv. 8:26) Haltu samt áfram að biðja og segðu Jehóva hversu heitt þú þráir vináttu hans. (Rómv. 12:12) Andrej rifjar upp: „Ég fann fyrir gríðarlegri sektarkennd og skömm. En með hverri bæninni dró úr þessum tilfinningum. Ég fann til meiri friðar.“ Ef þú veist ekki hvernig þú átt að biðja skaltu skoða bænir sem Davíð konungur bað iðrunarfullur og er að finna í Sálmi 51 og 65.

Rannsakaðu Biblíuna reglulega. Það styrkir trú þína og kærleikur þinn til Jehóva vex. (Sálm. 19:8–12) „Ástæðan fyrir því að sambandið við Jehóva veiktist og ég brást honum var upphaflega sú að ég las ekki og rannsakaði Biblíuna að staðaldri,“ segir Felipe. „Ég vildi ekki gera sömu mistökin aftur þannig að ég ákvað að gera sjálfsnám að venju.“ Þú getur gert það líka. Þú getur spurt þroskaðan vin um hjálp ef þig vantar hentugt viðfangsefni fyrir sjálfsnámið.

Byggðu aftur upp sambandið við bræður þína og systur. Sumir sem snúa aftur til safnaðarins óttast að aðrir séu neikvæðir í þeirra garð. Larissa viðurkennir: „Ég skammaðist mín mjög mikið. Mér fannst ég hafa svikið söfnuðinn. Ég átt lengi í vandræðum með þetta.“ Þú getur verið viss um að öldungarnir og önnur þroskuð trúsystkini vilja gjarnan hjálpa þér að byggja upp sambandið við Jehóva. (Sjá rammagreinina „Hvað geta öldungarnir gert?“) Það gleður þá innilega að þú skulir snúa aftur til safnaðarins og þeir vilja að þér farnist vel. – Orðskv. 17:17.

Hvað getur hjálpað þér að verða nánari söfnuðinum? Taktu fullan þátt í því sem bræður og systur eru að gera, það er að segja að sækja samkomur og taka reglulega þátt í boðuninni. Hvernig hjálpar það? Felix segir: „Söfnuðurinn hlakkaði til að fá mig aftur. Ég fann að ég var dýrmætur. Allir hjálpuðu mér að vera hluti af fjölskyldunni aftur, að finna að mér hafði verið fyrirgefið og að ég gæti litið fram á veginn“. – Sjá rammann „Hvað geturðu gert?“

Hvað geturðu gert?

Byrjaðu aftur að fara með bæn, rannsaka Biblíuna og eiga samskipti við bræður og systur.

Öldungur biður með bróður sem hefur snúið aftur til Jehóva.

TALAÐU OFT VIÐ JEHÓVA

Segðu Jehóva hversu heitt þú þráir vináttu hans. Öldungarnir munu biðja fyrir þér og með þér.

Öldungurinn notar bókina „Nálægðu þig Jehóva“ til að leiðbeina bróðurnum við biblíunám.

RANNSAKAÐU BIBLÍUNA REGLULEGA

Nærðu trú þína, það styrkir kærleika þinn til Jehóva.

Bróðirinn talar við aðra í söfnuðinum þegar þeir koma saman.

BYGGÐU AFTUR UPP VINÁTTU VIÐ AÐRA

Sæktu allar samkomur með bræðrum og systrum og taktu reglulega þátt í boðuninni.

GEFSTU EKKI UPP!

Satan reynir að láta fleiri „fellibylji“ verða á vegi þínum til að veikja þig og hindra þig í að byggja aftur upp sambandið við Jehóva. (Lúk. 4:13) Vertu tilbúinn núna til að styrkja samband þitt við hann.

Jehóva lofar varðandi sauði sína: „Ég mun leita þess sem villist og sækja hið hrakta, binda um hið limlesta og styrkja hið veikburða.“ (Esek. 34:16) Jehóva hefur hjálpað óteljandi öðrum að endurheimta sambandið við sig. Þú getur verið viss um að hann vill hjálpa þér líka að byggja upp sífellt sterkara samband.

Hvað geta öldungarnir gert?

Öldungurinn hjálpar bróðurnum að endurbyggja skemmt hús hans.

Öldungarnir gegna lykilhlutverki í að hjálpa boðberum að byggja upp samband sitt við Jehóva eftir að þeir hafa verið teknir aftur inn í söfnuðinn. Taktu eftir hvað þeir geta gert fyrir þá.

Fullvissað þá. Páll postuli vissi að iðrunarfullur syndari getur „bugast af hryggð“. (2. Kor. 2:7) Hann finnur ef til vill oft til sektarkenndar og kjarkleysis. Páll ráðlagði söfnuðinum „að fyrirgefa honum fúslega“. Þeir sem eru teknir aftur inn í söfnuðinn þurfa að fá fullvissu um að Jehóva og trúsystkini þeirra elski þá innilega. Ef öldungarnir hrósa þeim reglulega og hjálpa þeim kemur það í veg fyrir að þeir missi kjarkinn.

Beðið með þeim. „Innileg bæn réttláts manns er mjög áhrifarík.“ (Jak. 5:16) Larissa, sem áður er minnst á, segir: „Ég sagði öldungunum frá efa mínum og ótta. Þeir báðu með mér og fyrir mér. Þá skildi ég að öldungarnir voru mér ekki reiðir. Þeir vildu hjálpa mér að byggja aftur upp samband mitt við Jehóva.“ Theo segir: „Bænir öldunganna fullvissuðu mig um að Jehóva elskar mig sannarlega og sér það góða í mér, ekki bara það slæma.“

Verið vinir þeirra. Þeir sem eru teknir aftur inn í söfnuðinn þurfa á vinum í söfnuðinum að halda. „Gríptu tækifæri sem gefast til að fara með þeim í boðunina. Og mestu máli skiptir að heimsækja þá. Það er mjög mikilvægt að vera vinur þeirra,“ segir öldungur að nafni Justin. Annar öldungur sem heitir Henry segir: „Ef aðrir í söfnuðinum sjá öldungana vingast við þá sem eru teknir aftur inn í söfnuðinn reyna þeir að gera slíkt hið sama.“

Hjálpað þeim að rannsaka Biblíuna. Þroskaður vinur getur hjálpað þeim sem er tekinn aftur inn í söfnuðinn að koma á góðri dagskrá fyrir sjálfsnám. Öldungur sem heitir Darko segir: „Mér finnst svo ánægjulegt að segja þeim frá andlegum gimsteinum sem ég hef fundið í sjálfsnámi mínu og leyfa þeim að sjá hvað ég nýt þess að rannsaka Biblíuna. Ég skipulegg líka að við skoðum eitthvert efni saman.“ Annar öldungur, Clayton, segir: „Ég hvet þá til að finna frásögu í Biblíunni sem endurspeglar það sem þeir hafa upplifað.“

Verið góðir hirðar. Þeir sem eru teknir aftur inn í söfnuðinn hafa séð öldungana í hlutverki dómara. Núna þurfa þeir meir en nokkru sinni fyrr að sjá þá sem hirða. (Jer. 23:4) Vertu fljótur að hlusta og tilbúinn að hrósa. Hafðu reglulega samband við þá. Taktu eftir hvað öldungur að nafni Marcus gerir þegar hann fer í hirðisheimsóknir: „Við deilum með þeim fróðleik úr Biblíunni, hrósum þeim og fullvissum þá um að við séum stoltir af þeim fyrir að leggja svona hart að sér til að koma aftur og að Jehóva sé það líka. Í lok heimsóknarinnar ákveðum við hvenær við ætlum að koma aftur.“

a Nöfnum í þessari grein hefur verið breytt.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila